Aukinn stuðningur við 16 – 18 ára ungmenni í Hafnarfirði

Ungmennahús er staðsett í gömlu skattstofunni við Suðurgötu.

Á síðasta fundi Fræðsluráðs var samþykkt að auka sálfræðistuðning fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 18 ára í ungmennahúsi. Sú samþykkt byggir á tillögu Samfylkingarinnar um aukinn stuðning við ungt fólk í Hafnarfirði sem lögð var fram á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir kosningar vorið 2018. Í tillögunni fólst að tryggja aðgengi að sálfræðingi í öllum grunnskólum bæjarins auk þess að ungmenni á aldrinum 16 – 18 ára hefðu aðgang að sálfræðiþjónustu í ungmennahúsi. Á fundi Fræðsluráðs í síðustu viku var samþykkt að ganga til samninga við KaraConnect um aðgengi 16 – 18 ára ungmenna að sálfræðiþjónustu í ungmennahúsi. Um tilraunarverkefni til tveggja ára er að ræða.

Kara er veflausn sem tengir saman skjólstæðinga og sérfræðinga. Verkfærið kemur því í veg fyrir að ungmenni séu háð því að sitja á biðstofum og bíði eftir því að vera kölluð inn til sálfræðings. Þjónustan mun standa öllum ungmennum á aldrinum 16 – 18 ára til boða en starfsmenn ungmenahúss munu vega og meta hverjir munu nýta sér þjónustuna. Fræðsluráð samþykkti að fara í þetta sem tilraunaverkefni til tveggja ára og kostnaður er metinn 650 þús. kr. á ársgrundvelli. Samstaða var um þessa ákvörðun í Fræðsluráði sem byggir á tillögu Samfylkingarinnar í bæjarstjórn frá fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar eftir kosningar vorið 2018.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: