Ríkisstjórn Noregs sækir í smiðju Hafnarfjarðar

Krakkar í góðum gír hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar

Árið 2002 varð Hafnarfjörður fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að koma á fót frístundastyrk fyrir börn og unglinga. Markmið frístundastyrkjanna er að gera börnum kleift að taka þátt í skipulögðu íþrótta – og tómstundastarfi óháð efnahag. Frá því Hafnarfjörður tók upp þetta fyrirkomulag hafa mörg sveitarfélög fylgt í kjölfarið. Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, benti á það á facebook síðu sinni að Hafnarfjarðarmódelið væri nú komið í útrás út fyrir landsteinana. Ný ríkisstjórn undir forsæti Ernu Solberg í Noregi hefur það nefnilega á stefnuskrá sinni að taka upp frístundastyrki að hafnfirskri fyrirmynd.

Frístundastyrkir að frumkvæði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Adda María Jóhannsdóttir oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn.

Í fréttum fyrir skemmstu kom fram að ný ríkisstjórn Ernu Solberg í Noregi hefur í hyggju að koma á frístundastyrkjum fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6- 18 ára. Þannig hyggst norska ríkisstjórnin taka þátt í að niðurgreiða íþrótta – og tómstundaiðkun barna og ungmenna. Í stjórnarsáttamála nýju ríkisstjórnarinnar kemur fram að fyrirmyndin að þessu kerfi sé sótt til Íslands. Á facebook síðu sinni bendir Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, á að það var Hafnarfjörður sem reið á vaðið með niðurgreiðslu íþrótta – og tómstundaiðkunar barna og unglinga með frístundastyrkjum og því sé Hafnarfjarðarmódelið komið í útrás. „Það var að frumkvæði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem frístundastyrkir voru teknir upp skömmu eftir aldamótin og síðan hafa fleiri sveitarfélög tekið upp sams konar módel. Svona getur eitt lítið skrefi haft mikil áhrif,“ segir Adda María í umfjöllun um áform ríkisstjórnar Noregs á Facebook síðu sinni.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: