Meirihlutinn í Fræðsluráði hafnar leikskóla í Suðurbæ

Meirihlutinn í Fræðsluráði hafnaði bygginu nýs leikskóla í Suðurbæ.

Meirihlutinn í Fræðsluráði hafnaði því á fundi ráðsins í morgun að hefja undirbúning byggingar leikskóla í Suðurbæ. Sigrún Sverrisdóttir, varabæjarfulltrúi og fulltrúi Samfylkingarinnar í Fræðsluráði, mótmælti þessari ákvörðun harðlega og lagði áherslu á það í bókun að leikskólaþjónusta sé  nærþjónusta og að óásættanlegt sé að foreldrar yfir 100 barna í Suðurbæ þurfi að sækja þjónustuna út fyrir hverfið sitt.

Allt frá því að starfsstöð Brekkuhvamms við Hlíðarbraut (Kató) var lokað hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar bent á að skortur sé á leikskólaplássum í Suðurbæ. Þeir hafa einnig flutt tillögur í bæjarstjórn og Fræðsluráði sem miða að því að fjölga leikskólaplássum í skólahverfinu en ekki haft erindi sem erfiði. Á bæjarstjórnarfundi þann 17. október sl. var samþykkt að vísa tillögu um byggingu nýs leikskóla í Suðurbæ til fjárhagsáætlunarvinnu í Fræðsluráði. Á fundi Fræðsluráðs í morgun hafnaði meirihlutinn þessari tillögu. Sigrún Sverrisdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í Fræðsluráði, mótmælti þessari ákvörðun meirihlutans. „Leikskólinn á að vera hluti nærþjónustu við alla bæjarbúa í Hafnarfirði. Við í Samfylkingunni teljum það afar mikilvægt að byggður verði nýr leikskóli í Öldutúnsskólahverfinu til að mæta þeim skorti sem þar er á leikskólaplássum. Það er óásættanlegt að foreldrar og forráðamenn yfir 100 barna í því skólahverfi skuli þurfa að sækja þessa þjónustu í önnur hverfi bæjarins,“ segir Sigrún Sverrisdóttir um nýjustu tíðindin úr Fræðsluráði.

Látið verði reyna á vilja bæjarstjórnar

Sigrún Sverrisdóttir, varabæjarfulltrúi og fulltrúi Samfylkingarinnar í Fræðsluráði.

Sigrún telur eðlilegt að látið verði reyna á vilja bæjarstjórnar í þessu máli við fjárhagsáætlunargerðina en sú vinna er í fullum gangi í ráðum og nefndum bæjarins núna. Fjárhagsáætlun verður tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn næsta miðvikudag. „Ég trúi því varla að bæjarfulltrúar vilji hafa hlutina þannig að íbúum í Öldutúnsskólahverfinu sé neitað um þessa sjálfsögðu nærþjónustu. Þess vegna tel ég að þessi tillaga um byggingu nýs leikskóla í Suðurbæ hljóti að koma aftur til umræðu í bæjarstjórn í tengslum við fjárhagsáætlunargerðina og að bæjarstjórn samþykki að fara í þetta verkefni sem allra fyrst enda afar brýnt mál,“ segir Sigrún að lokum í samtali við vefinn.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: