Formaður Kaplakrikahóps segir af sér

Á bæjarstjórnarfundi þann 22. ágúst sl. upplýsti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri að hún hefði millifært 100 milljónir króna úr bæjarsjóði til Fimleikafélags Hafnarfjarðar án þess að fyrir lægi samþykkt bæjarráðs fyrir greiðslunni, né heldur samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun vegna hennar.

Á fundi bæjarstjórnar sem haldinn var í gær kom fram að formaður í svokölluðum Kaplakrikahópi sem stofnaður var í sumarlok hafi sagt af sér. Formaðurinn var skipaður af fulltrúum meirihlutans en viðkomandi er jafnframt endurskoðandi sveitarfélagsins og einn hluthafa í PwC á Íslandi.

Á bæjarstjórnarfundi þann 22. ágúst sl. upplýsti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri að hún hefði millifært 100 milljónir króna úr bæjarsjóði til Fimleikafélags Hafnarfjarðar án þess að fyrir lægi samþykkt bæjarráðs fyrir greiðslunni, né heldur samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun vegna hennar. Fulltrúar minnihlutans gagnrýndu þessar embættisfærslur bæjarstjórans harðlega og hafa kallað eftir skoðun ráðuneytis sveitarstjórnarmála á lögmæti þeirra.

Í svari bæjarstjóra við gagnrýni fulltrúa minnihlutans vísaði hún á starfshópinn sem hefur verið nefndur Kaplakrikahópur, og spurði hvort að fulltrúarnir teldu að fólk í ráðhúsinu væri að gera einhverja hluti sem væru í skjön við lög og vísaði til þess að endurskoðandi bæjarins væri í forsvari fyrir starfshóp sem nefndur er Kaplakrikahópur.

Í framhaldinu komu fram spurningar um réttmæti þess að skipa endurskoðanda bæjarins í starfshóp innan stjórnsýslunnar, enda ætti sá sami aðili síðan veita óháða endurskoðun á reikningum bæjarins og meðal annars gefa álit sitt á því hvort ráðstöfun fjármuna hafi verið í samræmi við lög og reglur.

Í máli Ágústs Bjarna Garðarssonar formanns bæjarráðs í bæjarstjórn í gær kom fram að endurskoðandinn hafi sagt sig frá formennsku í hópnum og það hafi verið upplýst á fundi bæjarráðs í síðustu viku.

 

Upptöku af fundi bæjarstjórnar er hægt að nálgast hér.

 Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: