Brettafélagið: Framtíðaraðstaðan í Hamranesi

 

Forsvarsfólk Brettafélagsins sér fyrir sér að byggja upp framtíðaraðstöðu í Hamranesi í samstarfi við bæjaryfirvöld en þar gæti gefist tækifæri til að byggja upp fjölbreytta æfinga- og keppnisaðstöðu, meðal annars aðstöðu sem snjóbrettafólk geti nýtt allt árið um kring.

Brettafélag Hafnarfjarðar (BH) var stofnað formlega árið 2012 og fékk tímabundna aðstöðu fyrir starfsemi sína í gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun. Viðtökurnar fóru strax fram út björtustu vonum og hefur orðið sprenging í fjölda iðkenda hjá félaginu síðustu ár. Árið 2017 voru reglulegir iðkendur 335 talsins, flestir á aldrinum 6-16 ára í þremur greinum, hjólabretti, snjóbretti og BMX reiðhjólum. Að undanförnu hefur mestur vöxtur verið í snjóbrettadeild félagsins og hefur aðsóknin verið meiri en félagið hefur ráðið við að mæta. Þess vegna hefur þurft að setja börn og unglinga á biðlista, meðal annars vegna skorts á þjálfurum. Í dag er snjóbrettadeild Brettafélags Hafnarfjarðar næstfjölmennasta íþróttadeildin sem býður uppá reglulegar æfingar í Bláfjöllum.

Jóhann Óskar Borgþórsson, formaður Brettafélagsins tók á móti Öddu Maríu og Stefáni Má og kynnti þeim starfsemi félagsins.

Frambjóðendur Samfylkingarinnar heimsóttu félagið á dögunum og fengu þá kjörið tækifæri til að kynnast starfseminni, skoða núverandi aðstöðu og læra um framtíðardrauma þeirra sem standa í stafni þessa ört vaxandi og spennandi félags.

Aðstaða félagsins er í húsnæði sem er gert ráð fyrir í skipulagi að muni víkja fyrir nýrri uppbyggingu. Það hefur því alltaf verið hugsað sem tímabundin lausn á meðan hugað væri að varanlegri félagsaðstöðu. Forsvarsfólk Brettafélagsins sér fyrir sér að byggja upp framtíðaraðstöðu í Hamranesi í samstarfi við bæjaryfirvöld en þar gæti gefist tækifæri til að byggja upp fjölbreytta æfinga- og keppnisaðstöðu, meðal annars aðstöðu sem snjóbrettafólk geti nýtt allt árið um kring.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: