Bærinn afsalar sér aðkomu að rekstri nýs hjúkrunarheimilis

Nú virðist meirihlutinn í Hafnarfirði vera kominn á þá skoðun að þessi þjónusta eigi ekki heima hjá sveitarfélaginu heldur hjá einkaaðilum“, segir Árni Rúnar Þorvaldsson og bendir jafnframt á að Hafnarfjarðarbær er eina sveitarfélagið af þeim tíu, sem ákváðu að fara svokallaða leiguleið við uppbyggingu hjúkrunarheimila, sem hefur sagt sig frá rekstrinum.

Nú virðist meirihlutinn í Hafnarfirði vera kominn á þá skoðun að þessi þjónusta eigi ekki heima hjá sveitarfélaginu heldur hjá einkaaðilum“, segir Árni Rúnar Þorvaldsson og bendir jafnframt á að Hafnarfjarðarbær er eina sveitarfélagið af þeim tíu, sem ákváðu að fara svokallaða leiguleið við uppbyggingu hjúkrunarheimila, sem hefur sagt sig frá rekstrinum.

Nærþjónustan úr höndum bæjarins

Á fundi Fjölskylduráðs þann 27. janúar sl. lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar og VG fram fyrirspurn í fimm liðum um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangsreitnum. Fyrirspurn minnihlutans sneri að ýmsum þáttum varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilisins, t.d. hvort búið væri að ákveða þá stefnu sem unnið yrði eftir á nýju hjúkrunarheimili og hvort hönnun hússins tæki þá ekki mið af stefnunni og af hverju bærinn hefði afsalað sér aðkomu að rekstri heimilisins.

Vikið frá sýn bæjarstjórnar um nærþjónustu

Árni Rúnar Þorvaldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í Fjölskylduráði, segir að það komi honum á óvart að meirihlutinn hafi ekki getað lagt fram svör við fyrirspurn minnihlutans á síðasta fundi ráðsins, þann 13. febrúar.

Árni Rúnar Þorvaldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í Fjölskylduráði, segir að það komi honum á óvart að meirihlutinn hafi ekki getað lagt fram svör við fyrirspurn minnihlutans á síðasta fundi ráðsins, þann 13. febrúar.

Árni Rúnar Þorvaldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í Fjölskylduráði, segir að það komi honum á óvart að meirihlutinn hafi ekki getað lagt fram svör við fyrirspurn minnihlutans á síðasta fundi ráðsins, þann 13. febrúar. Nú sé þegar búið að halda kynningarfund um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis og framkvæmdir hafnar þannig að svörin við þessum spurningum hljóti að liggja fyrir. „Það vekur þó athygli að þegar hafi verið tekin ákvörðun um að fela Sjúkratryggingum að leita eftir einkaaðilum til þess að sjá um reksturinn. Hingað til hefur það verið sameiginleg sýn bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að færa sem mest af nærþjónustu við íbúa yfir til sveitarfélagsins. Og öldrunarþjónusta hefur svo sannarlega verið talin hluti nærþjónustunnar. En nú virðist meirihlutinn í Hafnarfirði vera kominn á þá skoðun að þessi þjónusta eigi ekki heima hjá sveitarfélaginu heldur hjá einkaaðilum“, segir Árni Rúnar og hann bendir jafnframt á að Hafnarfjarðarbær er eina sveitarfélagið af þeim tíu, sem ákváðu að fara svokallaða leiguleið við uppbyggingu hjúkrunarheimila, sem hefur sagt sig frá rekstrinum.

Hvaða hugmyndafræði verður höfð að leiðarljósi?

Við undirbúning uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð var unnið út frá skýrri stefnumörkun og fyrir lá hvaða hugmyndafræði myndi liggja til grundvallar rekstri þess hjúkrunarheimilis. Öll hönnun hússins tók mið af þeirri hugmyndafræði sem miðaði að því að þarfir íbúa hjúkrunarheimilsins yrðu ávallt í fyrirrúmi. „Miklar breytingar hafa átt sér stað í allri öldrunarþjónustu og það er mikilvægt að við höldum áfram að byggja upp þjónustu þar sem sjálfsákvörðunarréttur aldraðra er leiðarljósið og þess vegna leikur okkur í minnihlutanum forvitni á að vita hvaða hugmyndafræði verður höfð að leiðarjósi á nýja hjúkrunarheimilinu við Sólvang. En þar sem sveitarfélagið hefur þegar sagt sig frá rekstrinum þá er allsendis óvíst að það geti haft nokkur áhrif á hvaða stefna verði tekin varðandi rekstur heimilisins þrátt fyrir fögur orð þar um“, segir Árni Rúnar Þorvaldsson.

Nýtt hjúkrunarheimili tafið um fjögur ár

Áætlanir um uppbyggingu hjúkrunarheimilisins við Sólvang gera ráð fyrir því að það verði tekið í notkun haustið 2018. Það er fjórum árum seinna en hjúkrunarheimilið í Skarðshlíð hefði verið tekið í notkun ef ekki hefði verið fallið frá þeim áformum. Árni Rúnar segir það sorglegt að pólitískur hráskinnaleikur Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hafi orðið til þess að íbúar á hjúkrunarheimilum í Hafnarfirði hafi þurft að búa fjórum árum lengur við óboðlegar aðstæður. „Um leið og maður fagnar því að framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili séu loksins farnar af stað, þá hlýtur maður að velta því fyrir sér hverjar ástæðurnar eru fyrir því að fólk sem stólar á hjúkrunarrými í Hafnarfirði hefur þurft að bíða svona lengi eftir að komast í viðunandi húsnæði sem stenst nútímakröfur um aðbúnað. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði, með dyggri aðstoð Bjartrar Framtíðar, kom í veg fyrir það að hægt yrði að opna nútíma hjúkrunarheimili í Skarðshlíð, sem fyrst og fremst var hannað út frá þörfum íbúanna og skýrri hugmyndafræði. Þetta virðist aðallega hafa verið gert svo Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði gæti slegið pólitískar keilur og aldraðir í bænum hafa orðið að súpa seyðið af því“, segir Árni Rúnar Þorvaldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í Fjölskylduráði að lokum.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: