Skólar ganga kaupum og sölum í Hafnarfirði: kom bæjarstjóra á óvart

Vorið 2015 sagðist bæjarstjóri vera í samningaviðræðum við eigendur Áslandsskóla um að lækka greiðslur bæjarins til fyrirtækisins. Bæjarráð hefur aldei verið upplýst um niðurstöður þeirra viðræðna.

Snemma vors 2015 sagðist bæjarstjóri vera í samningaviðræðum við eigendur Áslandsskóla um að lækka greiðslur bæjarins til fyrirtækisins. Bæjarráð hefur aldei verið upplýst um niðurstöður viðræðnanna.

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að fasteignafélagið Reginn og VÍS hafa fest kaup á FM Húsum. Síðastnefnda félagið átti og rak skólabyggingar í Hafnarfirði sem Hafnarfjarðarbær leigði svo af fyrirtækinu. Þá leigusamninga má rekja aftur til ársins 2000 þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fóru með stjórn bæjarins. Bæjarstjóri á þeim tíma var Magnús Gunnarsson, þáverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mikil umræða skapaðist um málið þá og var eignarhald skólabygginganna mjög gagnrýnt. Í tilfelli Áslandsskóla var samningurinn til 27 ára og í lok tímabilsins mun kostnaður Hafnarfjarðarbæjar vegna samningsins nema 6 milljörðum króna.

Hinn undrandi bæjarstjóri

Í frétt Fréttatímans af málinu kemur fram að salan hafi komið bæjarstjóra Hafnarfjarðar á óvart og að hann væri undrandi á málinu. Hann hafi reynt að ná samningum við FM hús með það að markmiði að lækka kostnað bæjarins vegna samninganna. Þær viðræður hafi hins vegar engan árangur borið. Í frétt Fréttatímans vildi bæjarstjórinn ekki gefa upp hvort bærinn myndi leggjast gegn sölunni eða ekki en bendir á að málið sé til skoðunar hjá lögfræðingum bæjarins.

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Oddviti Samfylkingarinnar: Vanhugsuð aðgerð frá upphafi

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, segir nýjustu fréttir í þessu máli sýna hversu vanhugsað það var frá upphafi. „Þessar fréttir draga enn betur fram hversu vanhugsuð þessi einkavæðing Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var frá upphafi og bæjarbúar hafa þurft að gjalda dýru verði og langt umfram það sem bærinn hefði þurft að greiða ef farnar hefðu verið hefðbundnar leiðir við fjármögnun þessara fasteigna. Fasteignir sem hýsa lögbundið skólastarf í Hafnarfirði ganga nú kaupum og sölum á almennum markaði og eru orðnar gróðavélar fyrirtækja í samkeppnisrekstri og það eru bæjarbúar sem dæla peningum í þessa gróðastarfsemi“, segir Gunnar Axel.

Óháð úttekt nauðsynleg

Á þessu kjörtímabili hefur farið fram umræða í bæjarstjórn um þá einkaframkvæmdarsamninga sem gerðir voru á árunum 1998 – 2002 í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hér í Hafnarfirði. Á fundi bæjarráðs þann 3. nóvember sl. lögðu fulltrúar Samfylkingar og VG í bæjarráði fram fyrirspurn um afstöðu núverandi meirihluta til þessara einkaframkvæmdarsamninga sem enn væru í gildi. Svör hafa ekki borist. Gunnar Axel Axelsson telur að þessi nýja staða undirstriki enn frekar nauðsyn þess að fram fari óháð úttekt á þessu máli öllu. „Það er orðið löngu tímabært að hefja óháða úttekt á öllu þessu sorglega ferli. Við þurfum að vita hvað þetta hefur raunverulega kostað bæjarbúa vegna þess að þær litlu upplýsingar sem við höfum benda til þess að þetta séu gríðarlegar upphæðir“, segir Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: