Hafnarfjarðarbær segir sig frá rekstri nýs hjúkrunarheimilis

Meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að falla frá ákvæðum fyrri samnings sem meðal annars var ætlað að tryggja samþættingu þjónustu við aldraða í Hafnarfirði. Niðurstaðan er sú að Sjúkratryggingar munu bjóða reksturinn út til einkaaðila

Meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að falla frá ákvæðum fyrri samnings sem meðal annars var ætlað að tryggja samþættingu þjónustu við aldraða í Hafnarfirði. Niðurstaðan er sú að Sjúkratryggingar munu bjóða reksturinn út til einkaaðila

Í samningi sem undirritaður verður í dag milli ríkisins og Hafnarfjarðarbæjar er horfið frá fyrri samningi um að Hafnarfjarðarbær beri ábyrgð á og marki nýju hjúkrunarheimili hugmyndafræði og stefnu. Hefur meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks ákveðið að falla frá ákvæðum fyrri samnings sem meðal annars var ætlað að tryggja samþættingu þjónustu við aldraða í Hafnarfirði. Niðurstaðan er sú að Sjúkratryggingar munu bjóða reksturinn út til einkaaðila.

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar segir þessa niðurstöðu mikil vonbrigði og í henni felist fullkomin uppgjöf gagnvart afar brýnu hagsmunamáli eldri bæjarbúa í Hafnarfirði. „Ábyrgð á þjónustu við þennan aldurshóp er alltof dreifð og það hefur það staðið henni fyrir þrifum. Hin óskýra verkaskipting hefur fyrst og fremst komið niður á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Bygging og rekstur nýs hjúkrunarheimilis var ekki síst hugsað til að brúa það bil og reyna að tryggja að þjónustan mæti þörfum fólks en ráðist ekki að innbyrðis togstreitu ríkis og sveitarfélaga um hver beri ábyrgð á hverju. Ég harma því þessa niðurstöðu mjög.“

Gunnar Axel bendir líka á að sumarið 2014 hafi undirbúningi að byggingu nýs heimilis verið svo til lokið og framkvæmdir að hefjast. Nýr meirihluti hafi hins vegar talið sig hafa vilyrði fyrir því að breyta gamla Sólvangshúsinu og þannig fjölga hjúkrunarrýmum með því að byggja nýtt hjúkrunarheimili sem tengibyggingu við það húsnæði. Nú séu rúmlega tvö ár liðin og ríkið aftekið með öllu þær hugmyndir sem flokkarnir lögðu til grundvallar þeirri ákvörðun að stöðva byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð. „Staðan í dag er sú að við erum á byrjunarreit og í raun töluvert aftar en það. Ef pólitískt lýðskrum hefði ekki fengið að ráða för þá hefði nýtt og nútímalegt hjúkrunarheimili opnað í Skarðshlíð uppúr síðustu áramótum. Nú er búið að gera nýjan samning sem gerir ráð fyrir einkarekstri á heimili þar sem rými á hvern íbúa er töluvert minna en fyrri samningur kvað á um og algjör óvissa um hvenær framkvæmdir við það geta hafist. Þessi staða sem við erum komin í er alfarið á ábyrgð fulltrúa núverandi meirihluta og þeim öllum til skammar.“ Segir Gunnar AxelFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: