Samningaviðræður um nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi í þrot

Bæjarstjóri upplýsti um málið i bæjarstjórn í dag.

Bæjarstjóri upplýsti um málið i bæjarstjórn í dag.

Á fundi bæjarstjórnar í dag spurðu fulltrúar minnihlutans bæjarstjóra út í viðræður hans við ríkið um endurnýjun samnings um byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði. Upplýsti hann þá bæjarstjórn um að endanleg niðurstaða væri komin í þær viðræður og ljóst væri að ekki stæði lengur til að nýta núverandi húsnæði Sólvangs eins og hugmyndir meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa gert ráð fyrir.

Núverandi meirihluti stöðvaði undirbúning að byggingu hins nýja heimilis sem rísa átti í Skarðshlíð en hönnun heimilisins var lokið og framvæmdir um það bil að hefjast þegar nýr meirihluti var myndaður sumarið 2014.  Ein meginrök fulltrúa meirihlutans fyrir þeirri ákvörðun voru að með byggingu heimilisins á lóð Sólvangs mætti nýta núverandi húsnæði, ráðast þar í endurbætur og fjölga þannig hjúkurnarrýmum í sveitarfélaginu. Voru þessi rök talin vega þyngra en það sjónarmið að svæðið væri almennt ekki talið hentugt til uppbyggingar nútímalegs hjúkrunarheimilis, byggingarsvæðið mjög lítið og afar takmarkandi hvað alla hönnum snertir.

Þrátt fyrir að um áratugarlangt undirbúningsferli með þátttöku fulltrúa allra stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila, þ.m.t. Félags eldri borgara og Öldungaráðs, þar sem mikil samstaða hafði skapast um að byggja heimili á nýjum stað þar sem hægt væri að koma fyrir hönnun sem kæmi til móts við kröfur nútímans, m.a. um heimilislegt umhverfi, var ákveðið að breyta algjörlega um stefnu málinu og hefja undirbúning að byggingu viðbyggingar við gamla Sólvangshúsið. Um leið var horfið frá þverpólitískri samstöðu í málinu og ákveðið að breyta algjörlega um stefnu án þess að samráð hefði átt sér stað m.a. við  heilbrigðisyfirvöld og hagsmunaaðila í málefnum aldraðs fólks.

Í svari bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í dag kom fram að niðurstaða í viðræðum bæjarins við ríkið hefði legið ljós fyrir um nokkurt skeið. Í henni fælist að heilbrigðisyfirvöld hafa lýst sig andsnúinn þeim hugmyndum sem meirihlutinn í bæjarstjórn hefur talað fyrir og lagt til grundvallar þeirri stefnumarkandi ákvörðun sinni að hefja nýtt hönnunarferli og byggja nýtt hjúkrunarheimili sem viðbyggingu við Sólvang.

Fulltrúar minihlutans í bæjarstjórn hafa ítrekað bent á að ef undirbúningur að byggingu nýs hjúkrunarheimilis hefði ekki verið stöðvaður sumarið 2014 hefði hið nýja heimili tekið til starfa í byrjun þessa árs. Nú blasi aftur á móti við að forsendur meirihlutans hafi í raun aldrei verið raunhæfar og eðlilegt sé því að taka málið til endurskoðunar í ljósi fyrirliggjandi afstöðu ríkisins.

 Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: