Tímamótatillaga um gjaldfrjálsan grunnskóla samþykkt í Hafnarfirði

Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu það til á fundi Fræðsluráðs í gær að sett verði af stað markviss vinna sem miðaði að því að gera grunnskólann með öllu gjaldfrjálsan frá og með árinu 2018.

Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu það til á fundi Fræðsluráðs í gær að sett verði af stað markviss vinna sem miðaði að því að gera grunnskólann með öllu gjaldfrjálsan frá og með árinu 2018.

Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu það til á fundi Fræðsluráðs í gær að sett verði af stað markviss vinna sem miðaði að því að gera grunnskólann með öllu gjaldfrjálsan frá og með árinu 2018. Í tillögunni felst að börn verði ekki látin greiða fyrir þjónustu sem í dag er skilgreind sem valkvæð en er í reynd löngu orðin almenn og órjúfanlegur hluti af skólastarfinu, s.s. ritföng og skólamatur. Með þessu er ætlunin að uppfylla betur anda grunnskólalaganna, um að grunnskóli sé með öllu gjaldfrjáls og tryggja raunverulegan jöfnuð íslenskra grunnskólabarna. Samkvæmt fundargerð ráðsins virðist tillagan hafa verið afgreidd mótatkvæðalaust.

Í greinargerð með tillögunni segir m.a. eðlilegt sé að að öll útgjöld vegna reksturs grunnskóla séu fjármögnuð í gegnum sameiginlega sjóði og þannig tryggt að öll þjónusta þeirra sé í boði án tillits til efnahags. Þá segir jafnframt að núverandi fyrirkomulag leiði óhjákvæmilega til aðstöðumunar milli barna og það sé eitthvað sem samfélagið eigi ekki að sætta sig við.

Hér má nálgast fundargerð Fræðsluráðs.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: