Bjarkalundur opnar á Völlum

Leikskólinn Bjarkarlundur opnaði formlega í dag

Leikskólinn Bjarkarlundur opnaði formlega í dag

Í dag var haldin opnunarhátíð á leikskólanum Bjarkalundi sem staðsettur er á Bjarkavöllum. Upphaflega stóð til að leikskólinn myndi opna haustið 2015 en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar frestaði framkvæmdum við meirihlutaskipti árið 2014. Það er mikið ánægjuefni að leikskólinn hafi nú loks opnað enda mikil vöntun á leikskólaplássum á Völlum.

Svava Björk Mörk leikskólastjóri á Bjarkarlundi ávarpar gesti við opnunina í dag.

Svava Björk Mörk leikskólastjóri á Bjarkarlundi ávarpar gesti við opnunina í dag.

Í ávarpi sínu við opnunina kom varaformaður fræðsluráðs, Einar Birkir Einarsson, inn á það að leikskólapláss hefði vantað á Völlum og nú þyrftu foreldrar ekki lengur að leita út fyrir hverfið. Þetta vakti athygli gesta, sem margir hverjir komu úr leikskólasamfélaginu. þar sem sömu rök virtust ekki eiga við þegar starfsstöð leikskólans Brekkuhvamms við Hlíðarbraut (Kató) var lokað í vor.

Bæjarstjóri, Haraldur Líndal Haraldsson, nefndi það í sinni ræðu að ekki hefði þurft að koma til lántöku vegna byggingar leikskólans og staðfesti þannig hversu góðu búi núverandi meirihluti tók við vorið 2014 eftir erfið ár frá hruni.

Leikskólinn hefur nú formlega tekið til starfa með 50 börnum og er gert ráð fyrir að önnur 50 bætist við um áramót. Bærinn okkar óskar starfsfólki, foreldrum, börnum og Hafnfirðingum öllum til hamingju með þennan nýja og glæsilega leikskóla.

 

 

 

Leikskólinn Bjarkarlundur er fjögurra deilda leikskóli. Í dag opnuðu tvær fyrstu deildirnar en hinar tvær verða teknar í notkun um næstu áramót.

Leikskólinn Bjarkarlundur er fjögurra deilda leikskóli. Í dag opnuðu tvær fyrstu deildirnar en hinar tvær verða teknar í notkun um næstu áramót.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: