Á fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi Innanríkisráðuneytisins sem hvetur íslensk sveitarfélög til að kynna sér tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar sem ráðuneytið stendur að í samstarfi við Þjóðskrá Íslands. Verkefnið byggir á bráðabirgðaákvæði í sveitarstjórnarlögum og felur m.a. í sér að viðkomandi sveitarfélag ber engan kostnað af framkvæmd kosninganna.
Í tillögu minnihlutans segir að kosning um framtíðarnýtingu Krýsuvíkursvæðisins sé eðlilegt og rökrétt framhald af þeirri vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili þar sem mörkuð var og samþykkt umhverfis- og auðlindastefna fyrir sveitarfélagið. Í henni felst að Hafnarfjörður verði í fararbroddi sveitarfélaga á Íslandi í umhverfisvernd og ætli að stuðla að lýðræðislegri þátttöku íbúa í stefnumótun á viði umhverfisverndar og auðlindanýtingar.
Flokkar:Uncategorized