Samfylkingin birtir hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa

Þrátt fyrir ítrekaðar tillögur frá minnihlutanum hefur bæjarstjórn ekki samþykkt reglur um slíka skráningu fyrir alla bæjarfulltrúa.

Þrátt fyrir ítrekaðar tillögur frá minnihlutanum hefur bæjarstjórn ekki samþykkt reglur um slíka skráningu fyrir alla bæjarfulltrúa.

Bæjarfulltrúar, varabæjarfulltrúar og fulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélagsins hafa birt skráningu fjárhagslegra hagsmuna sinna og gert upplýsingarnar aðgengilegar almenningi. Um er að ræða skráningu hliðastæða þeirri sem gildir um borgarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Þrátt fyrir ítrekaðar tillögur frá minnihlutanum hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar ekki samþykkt reglur um slíka skráningu.

Í kjölfarið á umfjöllun Kastljóss um svokölluð Panamaskjöl og tengsl kjörinna fulltrúa við aflandsfélög í skattaskjólum lögðu bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG fram tillögu í bæjarráði Hafnarfjarðarbæjar um að tekin yrði upp opinber hagsmunaskráning bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að slík skráning geti verið liður í að auka gagnsæi og traust og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra.

Að sögn Gunnars Axels Axelssonar oddvita Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hefur málið ekki fengið þann framgang sem hann vonaðist til.

„Við lögðum til strax í upphafi að forsetanefnd yrði falin framkvæmd verkefnisins og henni yrði falið að skila tillögum að framsetningu í loka aprílmánaðar. Þegar kom í ljós á fundi bæjarráðs þann 6. maí sl. að engin tillaga lægi fyrir frá forsetanefnd lögðum við til að bæjarlögmanni yrði falið að klára verkefnið og útbúa reglur um um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum byggðar á gildandi reglum borgarstjórnar Reykjavíkur. Á fundi bæjarráðs þann 19. maí sl. lagði bæjarlögmaður fram slík drög. Bæjarráð samþykkti þau og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Í bæjarstjórninni voru sömu fulltrúar og höfðu samþykkt reglurnar í bæjarráði hins vegar komnir á aðra skoðun og töldu ráðlegast að hinkra með málið og vísa því aftur til umræðu í bæjarráði. Því vorum við ósammála og töldum og teljum enn að málið sé þess eðlis að það eigi að vera í forgangi að ljúka því.“ segir Gunnar Axel

Hann segir að þau hafi átt erfitt með að skilja hvaða tilgangi þessi langa meðganga eigi að fyrirstilla hjá meirihlutanum en það sé augljóslega einhver tregða hjá þeim gagnvart þessu máli.

„Það er eitthvað sem við ráðum ekki við en við viljum hins vegar ekki að meirihlutinn standi í vegi fyrir málinu hvað okkur snertir. Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn og ráðum og nefndum á vegum bæjarins hafa því fyllt út skráningu sinna fjárhagslegu hagsmuna með sama hætti og gert er hjá Reykjavíkurborg og birt þær á heimasíðu okkar xshafnarfjordur.is. Þar eru þessar upplýsingar nú aðgengilegar almenningi, eins og þær ættu auðvitað að vera á heimasíðu bæjarins.“ segir Gunnar Axel að lokum.

Á upplýsingasíðunni er einnig að finna ýmsar aðrar upplýsingar, s.s. netföng og símanúmer kjörinna fulltrúa Samfylkingarinnar.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: