Tugir milljóna í einkaskóla

Fram hefur komið að verði af stofnun þessa skóla muni það kosta sveitarfélagið á bilinu 100-150 milljónir á ári. Það verður því athyglisvert að fylgjast með því hvort fjármunir finnist í verkefnið og á kostnað hvers það verður.

Fram hefur komið að verði af stofnun þessa skóla muni það kosta sveitarfélagið á bilinu 100-150 milljónir á ári. Það verður því athyglisvert að fylgjast með því hvort fjármunir finnist í verkefnið og á kostnað hvers það verður.

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Adda María Jóhannsdóttir, fór yfir það í færslu á facebook síðu sem hún heldur úti, að svo virðist sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar ætli að ganga til samninga við Framsýn, skólafélag, um nýjan einkaskóla í bænum.

Í færslu sinni segir hún að eftir nokkuð heitar umræður á fundi fræðsluráðs sl. miðvikudag hafi sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu verið falið að hefja undirúning viðræðna við fulltrúa skólans um þjónustusamning.

Hún segir óljóst hvort full samstaða sé um málið innan meirihlutaflokkanna og að fulltrúar Bjartrar framtíðar hafi sumir hverjir lýst ákveðnum efasemdum.

Engu að síður hefur verið tekið jákvætt í tillögu um stofnun skólans og hafa fulltrúar meirihlutans talað um að farið verði í þetta verkefni ef fjárheimildir finnast innan sviðsins.

„Ég veit ekki hvar á að finna þennan aur, því mikið hefur verið talað um auraleysi og nauðsyn hagræðingaraðgerða vegna þess. T.d. var ekki hægt að halda opnum leikskóla í hverfi þar sem veruleg þörf er á leikskólaplássi vegna auraleysis. Ef þessir aurar finnast í einhverri skúffu þá vil ég frekar halda þessum leikskóla opnum og styrkja grunnskólana í bænum sem þurfa að berjast fyrir hverri krónu“, segir Adda María.

Fram hefur komið að verði af stofnun þessa skóla muni það kosta sveitarfélagið á bilinu 100-150 milljónir á ári. Það verður því athyglisvert að fylgjast með því hvort fjármunir finnist í verkefnið og á kostnað hvers það verður.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram bókun á umræddum fundi og vildu með henni lýsa afstöðu sinni: „“Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggjast alfarið gegn hugmyndum um stofnun einkaskóla eins og hér er til umræðu og vísa í fyrri bókanir um málið. Á meðan skorið er niður í grunnþjónustu m.a. með lokun leikskólaúrræða er ekki forsvaranlegt að auka á útgjöld bæjarins með fjárframlögum til nýs einkaskóla. Ef í ljós kemur að svigrúm sé innan fjárheimilda sviðsins til þess að auka framlög til skólamála teljum við brýnt að forgangsraðað sé í þágu þeirra grunnskóla sem sveitarfélagið rekur sjálft áður en ráðist er í slíkt verkefni.“

„Þetta er ekki forgangsröðun sem mér hugnast.“ segir Adda María að lokum í færslu sinni.

Sjá eldri frétt um málið á Bænum okkarFlokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: