Neikvæð þróun í rekstri Hafnarfjarðarbæjar

Hafnarfjarðarbær skilaði 1,4 milljarða króna afgangi árið 2013 en umtalsverður halli var á rekstrinum á síðasta ári. Bæjarstjóri segir ytri aðstæðum um að kenna.

Hafnarfjarðarbær skilaði 1,4 milljarða króna afgangi árið 2013 en umtalsverður halli var á rekstrinum á síðasta ári. Bæjarstjóri segir ytri aðstæðum um að kenna.

Rekstur Hafnarfjarðarbæjar hefur snúist úr umtalsverðum afgangi í tap á aðeins tveimur árum, eða frá því að nýr meirihluti tók við. Afkoma bæjarins vernsnaði mjög í hruninu og var ráðist í margþættar aðgerðir til að snúa rekstrinum við. Árið 2013 skilaði rekstur bæjarins rúmlega 1,4 milljarða króna afgangi. Síðan þá hefur þróunin verið neikvæð og var halli á rekstrinum rúmur hálfur milljarður á síðasta ári. Ef aðeins er horft á svokallaðan A-hluta bæjarsjóðs er hallinn enn meiri eða yfir einn milljarður króna á síðasta ári. Skuldir bæjarins jukust um rúmar 400 milljónir króna á síðasta ári.

rekstur
Á ofangreindri mynd má sjá hvernig rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðarbæjar hefur þróast frá árinu 2013.

radgjafakostnadurSérfræðingur ráðinn í stól bæjarstjóra
Nýr meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks tók við völdum í bæjarstjórn vorið 2014 og réð Harald Líndal Haraldsson sem bæjarstjóra. Í tengslum við ráðninguna lögðu fulltrúar nýs meirihluta mikla áherslu á víðtæka og langa reynslu og þekk­ingu Haraldar á rekstri sveit­ar­fé­laga. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins að ákveðið hafi verið að ráða reyndan rekstrarmann í starf bæjarstjóra, m.a. til að spara ráðgjafakostnað.

Laun bæjarstjóra hækkuð um 28%
Fljótlega eftir að tilkynnt hafði verið um ráðningu nýs bæjarstjóra lögðu fulltrúar meirihlutans til að laun hans yrðu hækkuð umtalsvert eða um 28%. Í framhaldinu lagði bæjarstjórinn til að ráðgjafafyrirtækin Capacent og R3 yrðu fengin til að aðstoða sig við að greina rekstur bæjarins. Alls fengu ráðgjafafyrirtækin tvö greiddar um 16 milljónir króna fyrir það verkefni.

Forgangsraðað í ný íþróttamannvirki
Mikil og uppsöfnuð þörf er fyrir fjárfestingar á ýmsum sviðum lögbundinnar þjónustu, m.a. í félagslegu húsnæði. Um 250 fjölskyldur eru á biðlista eftir slíku úrræði en ekki hefur verið ráðist í neinar aðgerðir eða fjárfestingar til að mæta þeirri stöðu. Stærstu einstöku fjárfestingarnar sem ráðist hefur verið í eða teknar hafa verið ákvarðanir um eru á sviði íþróttamála, framkvæmdir á Kaplakrika og nýtt gervigras á Ásvöllum, sem virðist samkvæmt ársreikningi hafa farið 65% fram úr áætlun. Samanlagt nema fjárfestingar á þessum tveimur íþróttasvæðum tæpum 190 milljónum króna af þeim tæplega 400 milljónum sem fóru í fjárfestingar. Í leik- og grunnskólamál fóru rúmar 170 milljónir, rúmar 10 milljónir í hreyfivöll við Suðurbæjarlaug og um 30 milljónir í smærri verkefni. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að verja ætti 8,5 milljónum króna til kaupa á félagslegum íbúðum en niðurstaðan var sú að engu var varið til þess málaflokks.

Nýlega samþykkti meirihlutinn að ráðast í byggingu nýs körfuboltahúss á Ásvöllum en kostnaður við það er áætlaður um hálfur milljarður króna. Þá er skipulags- og byggingaráð með til meðferðar tillögu að breyttu deiliskipulagi á Ásvöllum sem gerir ráð fyrir byggingu knattspyrnuhúss á svæðinu. Á árinu 2015 var byggt nýtt knattspyrnuhús á Kaplakrika og stendur bæjarsjóður nær alfarið undir þeirri fjárfestingu. Frá upphafi kjörtímabilsins hefur fjórum leikskólaúrræðum verið lokað í Hafnarfirði á forsendum niðurskurðar og hagræðingar, m.a. leikskóla í Suðurbæ þar sem fyrir liggur brýn þörf fyrir fjölgun leikskólaúrræða. Framkvæmdum við nýtt hjúkrunarheimili sem áttu að hefjast sumarið 2014 var frestað af nýjum meirihluta en heimilið átti að taka til starfa í upphafi árs 2016. Fullkomin óvissa ríkir nú framtíð verkefnisins.

Bærinn stendur ekki við skilyrði lánasamninga
Svokallað veltufé frá rekstri er sú stærð í rekstrinum sem segir til um burði sveitarfélagsins til að ráðast í fjárfestingar og standa undir afborgunum lána. Veltufé hefur dregist mikið saman frá því að nýr meirihluti tók við og er nú langt undir þeim mörkum sem skilgreind eru í lánasamningum bæjarins og endurspegla getu sveitarfélagsins til að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Mun það leiða til lakari vaxtakjara af langtímalánum og þar með hærri fjármagnskostnaðar fyrir bæjarsjóð.

Skuldir hækka milli ára
Heildarskuldir og skuldbindingar námu samtals 40.184 milljónum króna á síðasta ári og hækkuðu um ríflega 400 milljónir króna milli ára. Gengur það þvert gegn yfirlýsingum fulltrúa meirihlutans um að greiða skuldir niður hraðar en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar er til síðari umræðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 27. apríl nk.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: