Leikskólaumræða pólitískt munnangur

„Meirihlutavald 1 – Lýðræðisleg umræða 0“ sagði bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir í pistli á facebook síðu sinni í gærkvöldi.

„Meirihlutavald 1 – Lýðræðisleg umræða 0“ sagði bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir í pistli á facebook síðu sinni í gærkvöldi.

Ummælin féllu eftir umræður í bæjarstjórn um leikskólamál í Suðurbæ. Eins og mörgum er eflaust kunnugt ákvað meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að loka starfsstöð leikskólans Brekkuhvamms við Hlíðarbraut (Kató) í lok síðasta árs.

Á fundi bæjarstjórnar í gær var á dagskrá tillaga sömu fulltrúa um að gerð verði kostnaðarúttekt á möguleikum til þess að fjölga leikskólaplássum í hverfinu. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn gagnrýna hvernig staðið hefur verið að málinu ekki síst í ljósi þess að óskað var eftir upplýsingum um stöðu leikskólamála í hverfinu eftir að ákvörðun um lokun starfsstöðvarinnar var tekin.

Bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og varaformaður fræðsluráðs, Einar Birkir Einarsson, kallaði málflutning fulltrúa minnihlutans „pólitískt munnangur"

Bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og varaformaður fræðsluráðs, Einar Birkir Einarsson, kallaði málflutning fulltrúa minnihlutans „pólitískt munnangur“

Í máli sínu bentu fulltrúar minnihlutans á að upplýsingar um stöðu leikskólamála í Suðurbæ hefðu átt að vera öllum ljósar og að þær hafi í raun legið fyrir strax sl. haust. Á fundi fræðsluráðs í seinustu viku lögðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fram tillögu um að lokun Kató yrði frestað þar til ný úrræði fengjust fyrir hverfið. Sú tillaga var felld af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar.

„Í marga mánuði hefur málið ítrekað verið á dagskrá bæjarstjórnar“ segir Adda María Í pistli sínum „og hef ég persónulega notað hvert tækifæri til að ræða það.“ Það virðist ekki hafa fallið fulltrúum Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks í geð þar sem bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og varaformaður fræðsluráðs, Einar Birkir Einarsson, kallaði málflutning fulltrúa minnihlutans „pólitískt munnangur“.

„Pólitískt munnangur“ – það er sem sagt það sem óþægilegar spurningar og óþægileg umræða heitir á meirihlutamáli“ segir Adda María.

Hér er hægt að nálgast upptökur af fundi bæjarstjórnar á vef Hafnarfjarðarbæjar.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: