Minnihlutinn vill hagsmunaskráningu fyrir bæjarfulltrúa

hurdinFulltrúar Samfylkingar og VG lögðu til á fundi bæjarráðs í morgun að tekin yrði upp opinber hagsmunaskráning bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og annarra kjörinna fulltrúa. Í greinargerð með tillögunni er vísað til atburða undanfarinna daga og vikna þar sem tengsl kjörinna fulltrúa á alþingi og í borgarstjórn við félög í þekktum skattaskjólum hafa ekki reynst almenningi kunn. Þá segir að eðlilegt sé að kjörnir fulltrúar í Hafnarfirði uppfylli skilyrði slíkrar skráningar, enda geti það verið liður í að auka gagnsæi og traust og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra.

Bæjarráð vísað tillögunni til forsetanefndar.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: