Grípa verður til aðgerða í húsnæðismálum

Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi segir meirihlutann skorta áhuga á húsnæðimálunum. Hann vill að Hafnarfjörður taki þátt í samstarfi við ASÍ um uppbygginu húsnæðis fyrir ungt fólk og tekjulágar fjölskyldur.

Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi segir meirihlutann skorta áhuga á húsnæðimálunum. Hann vill að Hafnarfjörður taki þátt í samstarfi við ASÍ um uppbygginu húsnæðis fyrir ungt fólk og tekjulágar fjölskyldur.

Á fundi bæjarráðs í gær lögðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna til að Hafnarfjarðarbær óskaði eftir viðræðum við Alþýðusamband Íslands um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða í bænum. Markmiðið með samvinnu sveitarfélaga og ASÍ er að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði óskuðu eftir því að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað. Í bænum eru um 240 félagslegar íbúðir sem allar eru í útleigu en um 250 fjölskyldur, sem skilgreindar eru í brýnni þörf, eru á biðlista eftir slíku úrræði. Oddviti Samfylkingarinnar er ósáttur við aðgerðaleysi meirihlutans.

Á fundi bæjarráðs í gær lögðu fulltrúar Samfylkingari og Vinstri Grænna til að Hafnarfjarðarbær óskaði eftir viðræðum við Alþýðusamband Íslands um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða í bænum. Fyrir skemmstu undirrituðu fulltrúar ASÍ og Reykjavíkurborgar samkomulag um uppbyggingu leiguíbúða í Reykjavík. Önnur sveitarfélög hafa svo fylgt í kjölfarið og óskað eftir sambærilegu samstarfi við ASÍ. Markmiðið með samvinnu sveitarfélaga og ASÍ er að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. Tillaga minnihlutans í bæjarráði fól einnig í sér að Hafnarfjarðarbær kannaði áhuga á annarra aðila á samstarfi, t.d. Búseta um byggingu búseturéttaríbúða. Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði óskuðu eftir því að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað.

Samþykkt húsnæðisfrumvarpa nauðsynleg forsenda

Til þess að af þessu verkefni ASÍ og sveitarfélaganna geti orðið er nauðsynlegt að húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra verði samþykkt á Alþingi. Nokkuð er liðið síðan ráðherra mælti fyrir frumvörpunum á Alþingi en eins og staðan er í dag er alls ekki víst að þau njóti stuðnings ríkisstjórnarflokkanna. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa hins vegar lýst yfir vilja til þess að frumvörpin hljóti framgang á þingi.

Þung staða í Hafnarfirði og aðgerðaleysi meirihlutans

Ástandið í húnsæðismálum í Hafnarfirði er erfitt. Langir biðlistar eru eftir félagslegum íbúðum, þar sem um er að ræða fjölskyldur og einstaklinga í brýnni þörf. Hafnarfjarðarbær hefur yfir að ráð um 240 félagslegum íbúðum, sem allar eru í útleigu. Á sama tíma eru um 250 fjölskyldur og einstaklingar í brýnni þörf á biðlista eftir slíku úrræði.

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn og einn flutningsmanna tillögunnar í bæjarráði í gær, telur mikilvægt að bæjarfélagið geri allt sem það getur gert til þess að bregðast við þessari stöðu. „Við erum þeirrar skoðunar að bæjarfélagið eigi að nýta þetta tækifæri sem er að myndast með ASÍ varðandi uppbyggingu á ódýru leiguhúsnæði. Reykjavíkurborg hefur þegar undirritað samkomulag við ASÍ og önnur sveitarfélög hafa óskað eftir samstarfi við Alþýðusambandið“.

Skortur á pólitískum vilja meirihlutans?

Gunnar Axel vonast til þess að tillaga minnihlutans fái efnislega umræðu og afgreiðslu hjá bæjarstjórn þótt henni hafi verið frestað á fundi bæjarráðs í gær. Aðgerðaleysi núverandi meirihluta til þess að taka á húnsæðisvandanum veldur honum einnig vonbrigðum.„Það liggur fyrir að ástandið á húnsæðismarkaði reynist tekjulágum fjölskyldum og ungu fólki sérstaklega erfitt. Biðlistinn hjá Hafnarfarðarbæ eftir félagslegri íbúð er langur og margir eru í brýnni þörf. Bæjarfélagið verður að bregðast við þessu en núverandi meirihluti hefur því miður skilað auðu í þessu stóra og mikilvæga velferðarmáli. Hafnarfjarðarbær verður að axla sína ábyrgð og taka þátt í því að byggja upp húsnæðismarkað sem mætir ólíkum þörfum fólks, t.d. í gegnum úthlutanir lóða, með samningum við félagasamtök um uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegum kjörum. En til þess að af þessu geti orðið verður að vera til staðar pólitískur vilji til að jafna kjör íbúanna og tryggja öllum viðunandi líffskilyrði. Því miður virðist vera skortur á þeim vilja hjá meirihluta Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokksins“.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: