Skýrsla um leikskólamál: mest þörf fyrir fjölgun leikskólaplássa í Suðurbæ

Úttekt á stöðu leikskólamála í suðurbæ sýnir að núverandi fjöldi leikskólaplássa er langt undir skilgreindri þörf og þurfa um 48% leikskólabarna sem búa í hverfinu að sækja leikskóla utan þess. Hlutfallið er hvergi hærra innan Hafnarfjarðar.

Úttekt á stöðu leikskólamála í suðurbæ sýnir að núverandi fjöldi leikskólaplássa er langt undir skilgreindri þörf og þurfa um 48% leikskólabarna sem búa í hverfinu að sækja leikskóla utan þess. Hlutfallið er hvergi hærra innan Hafnarfjarðar.

Úttekt á stöðu leikskólamála í Suðurbæ sýnir að núverandi fjöldi leikskólaplássa er langt undir skilgreindri þörf og þurfa um 48% leikskólabarna sem búa í hverfinu að sækja leikskóla utan þess. Hlutfallið er hvergi hærra innan Hafnarfjarðar. Þrátt fyrir að þessar niðurstöðurnar endurspegli brýna þörf fyrir fjölgun leikskólaplássa í þessu þriðja stærsta hverfi bæjarins vilja bæjarfulltrúar meirihlutans ekki draga til baka tillögu sína um að loka öðrum leikskólanum sem þar er starfandi.

Í niðurstöðunum kemur fram að miðað við núverandi fjölda barna á leikskólaaldri í Suðurbæ sé þörf fyrir 240 leikskólapláss í hverfinu. Þar sem núverandi fjöldi leikskólaplássa er langt undir skilgreindri þörf þurfa um 48% leikskólabarna úr Suðurbæ nú þegar að sækja leikskóla utan hverfisins. Er hlutfall barna sem sækja leikskóla utan hverfis hvergi hærra en í þessu umrædda hverfi. Í úttektinni kemur einnig fram að í skólahverfi Víðistaðaskóla séu leikskólapláss umfram skilgreinda þörf 216 talsins og því umtalsvert svigrúm til fækkunar leikskólaplássa þar án þess að þjónustu verði raskað.

Í bókun fulltrúa minnihlutans í fræðsluráði segir að með þessar niðurstöður í höndunum hljóti öllum að vera orðið ljóst að ekkert svigrúm sé til fækkunar leikskólaplássa í Suðurbæ líkt og áður hafði verið samþykkt. Lögðu fulltrúar minnihlutans jafnframt fram tillögu um að ákvörðun bæjarstjórnar frá 9. desember sl. um lokun starfsstöðvarinnar við Hlíðarbraut yrði dregin til baka og frekar yrði reynt að finna leiðir til fjölgunar leikskólaplássa í Suðurbæ í stað fyrirhugaðar fækkunar þeirra.

Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks felldu tillöguna.

Í síðari bókun fulltrúa minnihlutans í fræðsluráði segir að þau viðbrögð sem skýrslan og tillaga minnihlutans hafi hlotið frá fulltrúum meirihlutans bendi til þess að enginn raunverulegur hugur hafi legið að baki tillögu um úttekt á þörf fyrir leikskólapláss í hverfinu. Tilgangurinn hafi augljóslega verið sá að tefja málið enn frekar og draga þannig úr samtakamætti foreldra í Suðurbæ.

„Það gengur ekki að bæjarfulltrúar valti bara yfir hagsmuni íbúa þriðja stærsta hverfisins í bænum án þess svo mikið sem gefa einhver sæmilega trúverðug svör um hvað þeim gengur til.“

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar segir málið meirihlutanum og fulltrúum hans til skammar.  Vinnubrögðin beri merki um skort á auðmýkt og virðingu fyrir því hlutverki sem bæjarfulltrúum er ætlað að sinna í umboði bæjarbúa.

„Það gengur ekki að bæjarfulltrúar valti bara yfir hagsmuni íbúa þriðja stærsta hverfisins í bænum án þess svo mikið sem gefa einhver sæmilega trúverðug svör um hvað þeim gengur til. Þannig er staða í þessu máli.“ Segir Gunnar Axel.

„Framganga fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks er óskiljanleg og ákvarðanir þeirra órökréttar á allan hátt. Það sjá allir, hvort sem það eru íbúar í hverfinu, foreldrar leikskólabarna eða við hin sem sitjum í bæjarstjórn. Þegar þannig er í pottinn búið, þegar maður fær hlutina ekki til að ganga upp og engar rökréttar skýringar koma fram á ákvörðunum stjórnmálamanna er það yfirleitt vegna þess að eitthvað mikilvægt vantar í frásögnina.

Þegar við bætist að viðkomandi stjórnmálamenn fara stöðugt undan í flæmingi eða treysta sér ekki til þess að svara til um raunverulegar forsendur ákvarðanna sinna, eins og raunin er í þessu máli, þá er einmitt ástæða til að halda áfram að spyrja. Og það munum við gera. Við munum taka sérstaka umræðu um þessa skýrslu og ákvörðun meirihlutans á bæjarstjórnarfundi í næstu viku. Íbúar í Suðurbæ geta þá fylgst með umræðunni og svörum þeirra sem þar sitja og voru kjörnir til að gæta hagsmuna þeirra.  Kannski fáum við loksins einhver svör.“

Segir Gunnar Axel að lokum



Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: