Gjaldfrjáls leikskóli – 5% foreldra frá frítt en hinir borga fullt

Fulltrúar minnihlutans hafa einnig bent á að það eigi að vera í forgangi að lækka inntökualdur og brúa þannig bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla, auka systkinaafslætti og draga úr útgjaldabyrði barnamargra fjölskyldna og þeirra sem lægstar tekjur hafa. Þær tillögur og áherslur hafa hingað til ekki hlotið hljómgrunn hjá fulltrúum meirihlutans.

Fulltrúar minnihlutans hafa einnig bent á að það eigi að vera í forgangi að lækka inntökualdur og brúa þannig bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla, auka systkinaafslætti og draga úr útgjaldabyrði barnamargra fjölskyldna og þeirra sem lægstar tekjur hafa. Þær tillögur og áherslur hafa hingað til ekki hlotið hljómgrunn hjá fulltrúum meirihlutans.

Meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa samþykkt að hefja innleiðingu á svokölluðum 6 tíma gjaldfrjálsum leikskóla. Með því munu foreldrar barna sem eru 6 tíma hvern dag í leikskólum fá fulla niðurfellingu leikskólagjalda. Leikskólagjöld barna sem eru lengur en 6 klukkustundir á dag verða aftur á móti óbreytt.

Nær aðeins til barna í tveimur leikskólum af sautján
Til að byrja með eiga breytingarnar einungis að ná til tveggja leikskóla í Hafnarfirði en þó liggur ekki fyrir hvaða leikskólar það verða. Ekki liggur fyrir hvert markmið breytinganna er en enginn rökstuðningur fylgir tillögunni né greining á væntum áhrifum hennar, m.a. á mismunandi tekjuhópa og fjölskyldugerðir. Þrátt fyrir að tillagan hafi verið samþykkt liggur engin áætlun fyrir um kostnað bæjarins vegna breytinganna.

Höfðu ekki kannað hversu hátt hlutfall barna félli undir breytingarnar
Í umræðu í bæjarstjórn í gær kom fram að tillöguflytjendur höfðu ekki kannað hversu hátt hlutfall barna dvelur 6 klukkustundir eða skemur í leikskólum. Samkvæmt tölum hagstofunnar dvelja hins vegar yfir 86% leikskólabarna á aldrinum 3-5 ára í 8 klukkustundir eða lengur á leikskólum hér á landi. Einungis 5% barna dvelja 6 tíma eða skemur. Miðað við að börn á leikskólaaldri séu um 1600 talsins í Hafnarfirði má því gera ráð fyrir að breytingin nái til um 80 barna. Ætlunin er að breytingin nái aðeins til tveggja leikskóla til að byrja með en í heild eru starfsstöðvarnar sautján talsins í Hafnarfirði. Að óbreyttu má því gera ráð fyrir að fyrst í stað muni foreldrar um það bil tíu leikskólabarna í Hafnarfirði njóta fullra niðurfellingar leikskólagjalda. Eins og áður segir verða leikskólagjöld annarra óbreytt.

Tillaga þessa efnis var fyrst samþykkt í bæjarráði þann 13. júlí á síðasta ári. Það er þó ekki fyrr en í síðustu viku sem samþykkt er að hrinda breytingunum í framkvæmd. Í bókun fulltrúa minnihlutans við málið á sínum tíma segir m.a. að tillagan sé fullkomlega órökstudd og hún þýði í reynd að foreldrar sem vinna fullan vinnudag þurfi eftir sem áður að greiða óbreytt leikskólagjöld. Margt bendi því til að tillögunni sé fyrst og fremst ætlað að draga úr gjöldum hjá afmörkuðum hópi þeirra sem hæstar tekjur hefur.

Minnihlutinn gagnrýnir ennfremur að svo virðist sem ekkert hafi verið kannað hvaða áhrif slíkt fyrirkomulag getur haft m.a. á stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Benda þeir á að ef raunverulegur vilji sé til að draga úr leikskólagjöldum eða afnema þau með öllu sé eðlilegra að það sé gert með tilliti til aðstæðna meirihluta foreldra og með almennum lækkunum.

Fulltrúar minnihlutans hafa einnig bent á að það eigi að vera í forgangi að lækka inntökualdur og brúa þannig bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla, auka systkinaafslætti og draga úr útgjaldabyrði barnamargra fjölskyldna og þeirra sem lægstar tekjur hafa. Þær tillögur og áherslur hafa hingað til ekki hlotið hljómgrunn hjá fulltrúum meirihlutans.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: