Væntir stuðnings frá stjórnarandstöðunni

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki áhyggjur af framgangi sinna mála í þinginu. Hún væntir stuðnings frá stjórnarandstöðunni við húsnæðisfrumvörpin sem þar eru til meðferðar.

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki áhyggjur af framgangi sinna mála í þinginu. Hún væntir stuðnings frá stjórnarandstöðunni við húsnæðisfrumvörpin sem þar eru til meðferðar.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mætti á fundi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði til þess að fjalla um húsnæðisfrumvörp hennar. Fram kom að markmiðin með þeim væru m.a. að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda og að búa til nýja umgjörð um fjármögnun, rekstur og úthlutun á almennum íbúðum, leiguhúsnæði sem verði að hluta fjármagnað með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. Ráðherra taldi að frumvörpin myndu ná fram að ganga þrátt fyrir efasemdarraddir úr samstarfsflokki ráðherrans um efni þeirra.

Vel var mætt á opinn fund Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sl. mánudag um húnsæðismál. Yfirskrift fundarins var, Hvernig leysum við húsnæðismálin? Sérstakur gestur fundarins var Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðinsmálaráðherra og fundarstjórn var í höndum Óskars Steins Ómarssonar, fyrrverandi formanns Bersans – ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði og Öddu Maríu Jóhannsdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Ráðherra mætti til fundarins til þess að kynna þau frumvörp um húnsæðismál sem hún hefur nú lagt fyrir þingið og eru til umfjöllunar þar núna. Eitt þeirra fjallar um svokallaðar húsnæðisbætur, sem miðar að því að því að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda þannig að stuðningurinn verði jafnari húsnæðisstuðningi við kaupendur íbúaðarhúsnæðis innan vaxtabótakerfisins. Annað frumvarp fjallar um svokallaðar almennar íbúðir þar sem stefnt er að því að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu. Í því frumvarpi er að finna tillögur um nýja umgjörð um fjármögnun, rekstur og úthlutun á almennum íbúðum, leiguhúsnæði sem verði að hluta fjármagnað með stofnframlögum úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum.

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra ásamt Öddu Maríu Jóhannsdóttur bæjarfulltrúa og Óskari Steini Ómarssyni fyrrv. formanni Bersans - ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra ásamt Öddu Maríu Jóhannsdóttur bæjarfulltrúa og Óskari Steini Ómarssyni fyrrv. formanni Bersans – ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði


Óásættanleg staða
Í máli ráðherra kom fram að hún teldi að staðan á húsnæðismarkaði í dag væri óásættanleg og að margvíslegar aðgerðir til þess að bregðast við stöðunni væru nauðsynlegar. Samþykkt þeirra frumvarpa sem nú liggja fyrir þinginu er að mati ráðherra er forsenda þessa að aðstæður á húsnæðismarkaði myndu batna og hún áréttaði að allir landsmenn eigi að búa við húsnæðisöryggi og val um búsetuform. Eygló tók sérstaklega fram að hún væri alls ekki sammála þeim röddum, sem gjarnan heyrðust, að ekkert hefði verið gert í húsnæðismálum á kjörtímabilinu. Hún tók hins vegar fram að hagur íbúðareigenda hefði aukist meira en hagur leigjenda á kjörtímabilinu og að það væri staðreynd að efnaminna fólk byggi frekar í leiguhúsnæði heldur en eigin húsnæði. Ráðherra sagði að við þessu væri mikilvægt að bregðast og að frumvörp hennar miðuðu einmitt að því.

Að lokinni framsögu ráðherra sköpuðust líflegar umræður hjá fundargestum. Nokkrir fundargesta bentu á að hátt vaxtastig á Íslandi standi húsnæðismarkaðnum helst fyrir þrifum og spurðu ráðherra út í þátt íslensku krónunnar í því og hvort ekki væri rétt að stefna að upptöku nýrrar myntar, t.d. Evru. Svör ráðherra við þessu voru á þá leið að þau lánakjör sem fólki byðust á Íslandi endurspegluðu þann efnahagslega óstöðugleika sem landsmenn hafa búið við lengst af og að það væri verkefni stjórnmálanna að skapa efnahagslegan stöðugleika.

Fundurinn var öllum opinn.

Fundurinn var öllum opinn.

Verða frumvörpin samþykkt?
Áhyggjur af afdrifum frumvarpanna á þingi komu fram á fundinum og hvort samstaða væri á milli ríkisstjórnarflokkanna um framgang málanna. Var í því sambandi vísað til þess að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins gerði almennan fyrirvara við tvö frumvarpanna og greinar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu á mánudaginn. Í henni viðraði þingmaðurinn ýmsar efasemdir um frumvörpin og hvort þau myndu ná þeim markmiðum sem að væri stefnt með þeim. Ráðherra var fullviss um að frumvörpin myndu hljóta framgang á þingi enda hefðu þau verið samþykkt í ríkisstjórn og í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna auk þess sem hún vænti góðs stuðnings við frumvörpin hjá stjórnarandstöðunni.

Hlutverk sveitarfélaganna
Varðandi hlutverk sveitarfélaganna við að byggja upp öflugan húnsæðismarkað þá lagði ráðherra áherslu að sveitarfélögin mörkuðu sér skýra húsnæðisstefnu og húsnæðisáætlun til framtíðar. Þar yrði fyrst og fremst að stuðla að framboði lóða sem ýtti undir fjölbreytt úrval á húnsæðismarkaðnum hvað varðaði íbúðstærðir og búsetuform. Einnig ættu sveitarfélögin öll að leita leiða til þess að byggja upp félagslega íbúðakerfið þannig að hægt væri að vinna þeim biðlistum sem væru til staðar í dag.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: