Gallup: óánægja með þjónustu við barnafjölskyldur í Hafnarfirði

Töluverðar breytingar hafa átt sér stað á milli ára þegar kemur að ánægju íbúa með þjónustu leik- og grunnskóla í bænum og þjónustu við barnafjölskyldur almennt.

Töluverðar breytingar hafa átt sér stað á milli ára þegar kemur að ánægju íbúa með þjónustu leik- og grunnskóla í bænum og þjónustu við barnafjölskyldur almennt.

Ánægja með þjónustu Hafnarfjarðarbæjar minnkar milli ára skv. þjónustukönnun Gallup. Ánægja bæjarbúa í Hafnarfirði hefur ekki áður mælst undir meðaltali þeirra sveitarfélaga sem könnunin nær til. Snar þáttur í því er án efa minnkandi ánægja bæjarbúa með þjónustu leik-og grunnskóla en ánægja með þjónustu við eldri borgara minnkar sömuleiðis mikið milli ára sveitarfélaginu.

Á síðasta fundi bæjarráðs voru lagðar fram niðurstöður fyrir Hafnarfjörð í könnun á vegum Gallup á þjónustu sveitarfélaga. Markmiðið með könnuninni er að kanna ánægju íbúa með þjónustu 19 stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á ásamt breytingum frá fyrri mælingum. Niðurstöðurnar fyrir Hafnarfjörð sýna að almennt hefur ánægja bæjarbúa minnkað á milli ára.

Töluverðar breytingar hafa átt sér stað á milli ára þegar kemur að ánægju íbúa með þjónustu leik- og grunnskóla í bænum og þjónustu við barnafjölskyldur almennt. Ánægja bæjarbúa með þessa þjónustuþætti minnkar umtalsvert á milli ára og óánægjan eykst á móti. Hvað þessa þjónustuþætti varðar er Hafnarfjörður fyrir neðan meðaltal sveitarfélaganna í heild í þeim öllum.

„Þær áherslur sem meirihlutinn hefur beitt sér fyrir í þessum málaflokki hafa því miður verið með þeim hætti að niðurstöðurnar þurfa ekki að koma neinum á óvart"

„Þær áherslur sem meirihlutinn hefur beitt sér fyrir í þessum málaflokki hafa því miður verið með þeim hætti að niðurstöðurnar þurfa ekki að koma neinum á óvart“

Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi og fulltrúi Samfylkingarinnar í fræðsluráði, hefur áhyggjur af þróun mála en segir samt að niðurstöðurnar komi ekki endilega á óvart. Hún bendir á að foreldrar ungra barna séu ósáttir og að sú ákvörðun meirihluta Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks að fækka leikskólaplássum hafi komið verulega niður á þessum hópi.

„Þær áherslur sem meirihlutinn hefur beitt sér fyrir í þessum málaflokki hafa því miður verið með þeim hætti að niðurstöðurnar þurfa ekki að koma neinum á óvart. Lokun Bjarma, Kató og fleiri leikskólaúrræðum er auðvitað þjónustuskerðing fyrir bæjarbúa sem kemur örugglega fram í þessari mælingu. Einnig hefur verið skorið hressilega niður í almenna hluta skólakerfisins. Þessu hafa þeir, sem treysta á þessa þjónustu ekki farið varhluta af og það sést í þessari könnun Gallup“.

Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur ekki verið minni síðan 2008
Hlutfall bæjarbúa sem ánægðir eru með þjónustu við barnafjölskyldur í Hafnarfirði er 38% á síðasta ári. Á þeim árum sem skýrsla Gallup greinir frá, 2008 – 2015, þá hefur hlutfallið aldrei verið lægra en á síðasta ári. Á sama tímabili hefur hlutfall þeirra sem eru óánægðir með þjónustu við barnafjölskyldur ekki verið hærra en á síðasta ári, eða 27%. Þátttakendur í könnuninni eru beðnir um að meta þjónustuna á kvarðanum 1-5 þar sem 1 er versta einkunn sem hægt að er gefa þjónustunni en 5 sú besta. Þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur þá var meðaltalseinkunn Hafnarfjarðar 3,1 á meðan hún 3,5 fyrir sveitarfélögin í heild.

Minnkandi ánægja með þjónustu leik- og grunnskóla
Hvað varðar þjónustu grunnskóla þá er ljóst að ánægja með hana minnkar einnig töluvert milli ára. Eftir að ánægja hafði aukist á árunum 2013 og 2014 frá árunum þar á undan þá gengur þróunin til baka árið 2015. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með þjónustu grunnskóla var komið niður í 58% á síðasta ári samanborið við 65% árin tvö þar á undan. Hlutfall óánægðra á síðasta ári var 19% og það hækkar töluvert því árið 2014 var það 9%.Á sama tíma stendur meðaltalið fyrir sveitarfélögin öll í stað.

Hlutfall þeirra sem eru ánægðir með þjónustu leikskóla í Hafnarfirði lækkar mikið milli ára. Fer úr því að vera 72% árið 2014 niður í 58% á síðasta ári. Óánægðum með þjónustu leikskóla fjölgar því töluvert á milli ára, frá því að vera 8% árið 2014 upp í 17% á síðasta ári. Á kvarðanum 1-5 lækkar einkunn Hafnarfjarðar milli ára, úr 3,9 í 3,5. Á sama tíma stendur meðaltalið fyrir sveitarfélögin öll í stað og er 3,9.

Niðurstöður könnunarinnar í heild má nálgast hér.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: