Ótækt að vísa úr landi fólki sem hefur fest hér rætur

Fjölskyldan fékk þau tíðindi fyrir viku að umsókn þeirra um hæli hér á landi hefði verið hafnað.  Mynd: baerinnokkar.is og dv.is

Fjölskyldan fékk þau tíðindi fyrir viku að umsókn þeirra um hæli hér á landi hefði verið hafnað.
Mynd: baerinnokkar.is og dv.is

Stjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði harmar ákvörðun Útlendingastofnunar í málefnum albönsku fjölskyldunnar sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarna daga og er búsett í Hafnarfirði. Í ályktun Samfylkingarinnar segir að það sé ótækt að fólki sem hefur fest hér rætur í námi og starfi sé vísað úr landi.

Ályktun stjórnar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hljóðar svo í heild sinni:

Stjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði harmar ákvörðun útlendingarstofnunar að vísa albönsku fjölskyldunni sem búsett hefur verið í Hafnarfirði undanfarna mánuði úr landi.

Það er löngu orðið ljóst að taka þarf þennan málaflokk til gagngerar endurskoðunnar og breyta lögunum í heild sinni. Það er ótækt að verið sé að vísa fólki úr landi sem hefur fest hér rætur í námi og starfi og tekur virkan þátt í samfélaginu og gefur af sér til þess.

Stjórn Samfylkingarinnar í HafnarfirðiFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: