Verðlagseftirlit ASÍ: Hafnarfjörður og Mosfellsbær hækka mest

 Á þessari mynd má sjá að gjöldin í Hafnarfirði eru töluvert lægri en í þeim sveitarfélögum þar sem þau eru hæst. Gjöldin hafa hins vegar hækkað mest í Hafnarfirði og Mosfellsbæ, eða um 5% á milli ára.


Á þessari mynd má sjá að gjöldin í Hafnarfirði eru töluvert lægri en í þeim sveitarfélögum þar sem þau eru hæst. Gjöldin hafa hins vegar hækkað mest í Hafnarfirði og Mosfellsbæ, eða um 5% á milli ára.

Samkvæmt nýrri verðlagsúttekt ASÍ hafa gjöld vegna skólavistunar barna í grunnskólum hækkað mest í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Í frétt á vef Alþýðusambandsins eru borin saman gjöld fyrir skólavistun (frístundaheimili) og hádegismat.

Þegar skoðaður er samanlagður kostnaður fyrir skóladagvistun með hressingu og hádegismat, er Sveitarfélagið Skagafjörður með lægsta verðið fyrir þessa þjónustu en hæsta verðið er hjá Garðabæ. Munur á hæsta og lægsta verði er 56%.

Þriggja tíma dagleg vistun eftir skóla ásamt síðdegishressingu og hádegismat í 21 dag kostar 35.745 kr. hjá Garðabæ en 22.953 kr. hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Í Hafnarfirði er gjaldið 26.257 kr.

Ítarlegri umfjöllun og greiningu má finna hér á vef ASÍ.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: