Bæjarbúar fjármagna tvöfalt skólakerfi

„Við óttumst að þetta sé ekki síðasta skrefið á þeirri einkavæðingarbraut sem Sjálfstæðismenn boða á grunnþjónustunni. Það er svo sorglegt að sjá fulltrúa Bjartrar Framtíðar dingla með eins og stefnulaust rekald í þessum einkavæðingaráformum sem ég held að þeir standi ekki fyllilega á bak við."

„Við óttumst að þetta sé ekki síðasta skrefið á þeirri einkavæðingarbraut sem Sjálfstæðismenn boða á grunnþjónustunni. Það er svo sorglegt að sjá fulltrúa Bjartrar Framtíðar dingla með eins og stefnulaust rekald í þessum einkavæðingaráformum sem ég held að þeir standi ekki fyllilega á bak við.“

Á kjörtímabilinu hefur töluvert verið tekist á um áherslur í skólamálum í Hafnarfirði. Gildir þá einu hvort horft er til leikskólans eða grunnskólans. Undanfarnir dagar og vikur hafa ekki verið nein undantekning. Við fjárhagsáætlunargerð næsta árs var mest tekist á um lokun Kató en nú á allra síðustu dögum hefur meirihluti Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks í fræðsluráði ákveðið að ganga til samninga við einkafyrirtæki um rekstur grunnskóla fyrir elstu bekki grunnskólans.

Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í fræðsluráði segir að sú forgangsröðun sem birtist okkur í ákvörðunum meirihlutans í skólamálum hugnist sér ekki ekki.

„Við í minnihlutanum höfum átt gott samstarf og við höfum staðið gegn áformum meirihlutans um niðurskurði í skólamálum. Við viljum standa vörð um hafnfirska leik- og grunnskóla og tryggja að öll börn í Hafnarfirði eigi kost á góðri menntun. Jafn aðgangur að menntun er ein af grunnstoðum samfélagsins og kjarni jafnaðarstefnunnar“

„Lokun Kató olli okkur verulegum vonbrigðum vegna þess að með þeirri ákvörðun er verið að skera niður grunnþjónustu í einu af hverfum bæjarins, hverfi þar sem verulega skortir leikskólapláss. "

„Lokun Kató olli okkur verulegum vonbrigðum vegna þess að með þeirri ákvörðun er verið að skera niður grunnþjónustu í einu af hverfum bæjarins, hverfi þar sem verulega skortir leikskólapláss“

Ekki hlustað á raddir íbúa
Adda María segir að áherslur meirihlutans birtist í því að þjónusta sé skert og leikskólaúrræðum fyrir hafnfirskar fjölskyldur sé lokað og að ekkert sé gert með mótmæli íbúa.

„Lokun Kató olli okkur verulegum vonbrigðum vegna þess að með þeirri ákvörðun er verið að skera niður grunnþjónustu í einu af hverfum bæjarins, hverfi þar sem verulega skortir leikskólapláss. Vel hefði verið hægt að komast hjá þessari lokun hefði meirihlutinn haft minnsta áhuga á því að koma til móts við fjölskyldur í Suðurbænum, en svo var ekki. Þrátt fyrir að safnast hafi yfir 1000 undirskriftir í mótmælum gegn lokun Kató ákvað meirihluti Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks að hafa þessar raddir að engu. Til að bíta svo höfuðið af skömmunni hélt bæjarfulltrúi Bjartrar Framtíðar því fram í bæjarstjórn að þeir sem stæðu að undirskriftarsöfnuninni væru þátttakendur í pólitískum leik. Það voru mikil vonbrigði að heyra kjörinn fulltrúa í bæjarstjórn afgreiða bæjarbúa, sem nýta sinn lýðræðislega rétt til þess að koma skoðunum sínum á framfæri, með þessum hætti“.

En má ekki á móti segja að fjárhagsstaða Hafnarfjarðarbæjar sé þannig að nauðsynlegt er að grípa til niðurskurðar og aðhaldsaðgerða?

„Auðvitað er það rétt að hrunið reyndist Hafnarfjarðarbæ, eins og flestum öðrum sveitarfélögum, mjög erfittt og nauðsynlegt var að grípa til sársaukafullra aðgerða. Það var gert á síðasta kjörtímabili og árangurinn af þeim aðgerðum sáum við svo í stórbættri afkomu bæjarins árið 2013. Áherslurnar í þeim aðgerðum voru þó allt aðrar en þær sem við sjáum í dag. Þá var lögð höfuðáhersla á að verja grunnþjónustuna og ég leyfi mér að fullyrða að undir okkar stjórn hefði aldrei verið ráðist í það loka leikskólaúrræðum í einstökum hverfum og mismuna þannig íbúum. Þess vegna kemur það á óvart þegar hagur bæjarfélagsins er að vænkast að það skuli vera í forgangi að skerða grunnþjónustu með því að loka leikskólaúrræðum og draga úr kennsluúthlutun í leik- og grunnskólum bæjarins. Og það er algjörlega á tæru að ef staða sveitarfélagsins væri svo alvarleg ráðast þyrfti í þennan iðurskurð og segja upp starfsfólki, þá hefði Samfylkingin ekki byrjað á því að hækka laun bæjarstjóra um tugi prósenta“.

Bæjarbúar fjármagna tvöfalt skólakerfi
Síðustu daga hafa verið sagðar fréttir af því að meirihluti Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks í fræðsluráði hafi samþykkt erindi frá Framsýn skólafélagi ehf. um stofnun nýs einkarekins grunnskóla í Hafnarfirði fyrir elstu árgangana. Adda María segir að minnihlutanum í fræðsluráði lítist ekki vel á þessa þróun en hún sé í samræmi við þær áherslur sem birtust í fjárhagsáætlun meirihlutans fyrir næsta ár. Þar var lagt upp með skera niður grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar á meðan einkareknu skólunum var hlíft.

„Enn fremur virðist eiga að nýta svigrúmið sem þessi hagræðing skapar í almenna kerfinu til þess að styðja við stofnun og starfrækslu nýs einkarekins grunnskóla fyrir elstu bekki grunnskólans. Ef þessar hugmyndir ná fram að ganga munu nemendur í þeim skóla sem Framsýn skólafélag ehf ætlar að setja á laggirnar verða rukkaðir um tvö hundruð þúsund krónur í skólagjöld á hverju ári. Skattar íbúa í Hafnarfirði verða því notaðir til þess að koma á tvöföldu skólakerfi í bænum. Öðru fyrir þá sem hafa efni á því að senda börnin sín í skóla Framsýnar og hinu fyrir þá sem ekki búa við þannig aðstæður. Þetta er upplegg málsins og þetta er pólitísk forgangsröðun sem okkur í Samfylkingunni hugnast ekki.

Björt framtíð eins og stefnulaust rekald
Við óttumst að þetta sé ekki síðasta skrefið á þeirri einkavæðingarbraut sem Sjálfstæðismenn boða á grunnþjónustunni. Það er svo sorglegt að sjá fulltrúa Bjartrar Framtíðar dingla með eins og stefnulaust rekald í þessum einkavæðingaráformum sem ég held að þeir standi ekki fyllilega á bak við. Það má eiginlega segja aðstefnuleysi Bjartrar Framtíðar hafi orðið óþægilega augljóst þegar fulltrúi þeirra í fræðsluráði lagði fram tillgögu um frestun á afgreiðslu málsins svo minnihlutanum gæfist tækifæri til þess að leggja fram málamiðlunartillögu. Sum sé við í minnihlutanum áttum að bjarga þeim úr þeim vanda sem flokkurinn var búinn að koma sér í. Afstaða okkar lá hins vegar alveg skýr fyrir. Við vorum á móti þessum áformum og sjáum engin rök fyrir því að bæjafélagið styðji sérstaklega við bakið á einkareknum skóla á sama tíma og farið er fram á niðurskurð hjá öðrum skólum bæjarins“.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: