Framsýn: nýr einkarekinn grunnskóli í Hafnarfirði

Tillaga meirihlutans kemur fram aðeins nokkrum dögum eftir samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár þar sem sami meirihluti lagði til og samþykkti niðurskurð í grunnskólum sem bærinn rekur sjálfur.

Tillaga meirihlutans kemur fram aðeins nokkrum dögum eftir samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár þar sem sami meirihluti lagði til og samþykkti niðurskurð í grunnskólum sem bærinn rekur sjálfur.

Meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks lagði það til á fundi fræðsluráðs í gær að veita nýjum einkareknum grunnskóla starfsleyfi í Hafnarfirði. Byggir ákvörðunin á innsendu erindi frá fyrirtækinu Framsýn ehf. sem hyggst bjóða uppá grunnskólakennslu fyrir börn í efri bekkjum grunnskóla.

Ekkert um málið í nýsamþykktri fjárhagsáætlun
Tillaga meirihlutans kemur fram aðeins nokkrum dögum eftir afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár þar sem sami meirihluti lagði til og samþykkti niðurskurð í grunnskólum sem bærinn rekur sjálfur. Lagði meirihlutinn meðal annars til að draga úr svokölluðu kennsluframlagi til skólanna sem nemur 13 stöðugildum kennara á næsta ári. Þá var sértök fjárveiting til þróunarstarfs í grunnskólum skorin niður um 50 milljónir eða um rúmlega 50%. Í greinargerð með fjárhagsáætlun er hvergi vikið að útgjöldum vegna hins nýja skóla á næsti ári.

Aukin útgjöld fyrir bæjarsjóð
Í greinargerð sem tekin var saman af fræðslusviði segir að reikna megi með að þriðjungur þess kostnaðar sem bærinn greiðir vegna hvers nemanda í einkareknum skóla sparist á móti í rekstri hinna almennu hverfisskóla. Það þýðir að tveir þriðju hlutar framlags bæjarins til rekstrar einkarekinna skóla kemur fram sem viðbótarútgjöld í rekstri bæjarsjóðs. Ef bekkjardeildum fækkar ekkert í öðrum skólum vegna þeirra nemenda sem hefja nám í hinum nýja einkaskóla verður sparnaðurinn enn minni eða enginn á móti þeim viðbótarútgjöldum sem rekstur hans hefur í för með sér.

200 þúsund á ári í skólagjöld
Í starfsáætlun Framsýnar segir að skólagjöld verði 200 þúsund krónur á hvern nemanda á ári. Fyrstu tvö árin í rekstri skólans er hins vegar ætlunin að veita sérstakan kynningarafslátt af því verði.

Gert er ráð fyrir að 120 nemendur verði í skólanum. Samkvæmt þeim viðmiðum sem notast er við til að ákvarða framlag sveitarfélaga til einkarekinna skóla má gera ráð fyrir að árlegt framlag Hafnarfjarðarbæjar til rekstrarins verði um 150 milljónir króna en því til viðbótar myndu nemendur greiða samtals 24 milljónir á ári í skólagjöld. Áætlaðar tekjur skólans á ári eru því um 174 milljónir króna eða um 1450 þúsund krónur á hvern nemanda.

Einkavæðing grunnþjónustu í boði Bjartrar framtíðar
Í bókun fulltrúa Samfylkingar og VG segir meðal annars að ljóst sé að fulltrúar meirihlutans ætli sér að keyra í gegn ákvörðun um einkarekinn grunnskóla án þess að treysta sér til þess standa að bakinu málinu sjálfir og án þess að um það fari fram eðlileg umræða í samfélaginu. Furða fulltrúar minnihlutans sig á því að fulltrúar Bjartrar framtíðar skuli bakka upp vinnubrögð Sjálfstæðisflokkinn í málinu og benda á að þessi aðferðafræði hafi einmitt verið einkennandi fyrir einkavæðingu opinberrar þjónustu hér á landi undir forystu þess flokks.

Greinilegt er að töluverð átök hafa verið um málið á fundi fræðsluráðs í gær en þar kemur meðal annars fram að tillagan hafi ekki verið send út með fundarboði og komið fundarmönnum minnihluta og áheyrnarfulltrúum í opna skjöldu. Kröfðust þeir þess að afgreiðslunni yrði frestað. Gert er ráð fyrir aukafundi vegna málsins í fyrramálið en gera má ráð fyrir að ákvörðun í málinu liggi fyrir eftir þann fund.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: