
Meirihlutinn samþykkti að hækka framlög til barnaskóla Hjallastfefnunnar um 15 milljónir á næsta ári.
Vegið að starfsemi leik- og grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar

Flaggað var í hálfa stöng á lóð leikskólans Kató í síðustu viku þegar ljóst varð að yfir 80 sögu skólans yrði brátt lokið.
Á næsta ári er gert ráð fyrir verulegri fækkun kennara í leik- og grunnskólum sem reknir eru af Hafnarfjarðarbæ. Samanlagt jafngildir fækkunin rúmlega 26 stöðugildum miðað við óbreyttan nemendafjölda. Þar af er áætlað að kennurum í grunnskólum fækki um sem nemur 13 stöðugildum og 7,8 stöðugildi verða skorin niður í leikskólum vegna lækkunar á kennsluframlagi til skólanna. Auk þess eru fjárveitingar vegna afleysinga í leikskólum skornar niður sem nemur 5,6 heilum stöðugildum á næsta ári. Þá er einnig boðaður niðurskurður í öðru starfsmannahaldi, m.a. í eldhúsum leikskóla og fjárveitingar til umbóta- og þróunarstarfs í leik- og grunnskólum eru skornar niður um rúmlega 50% milli ára. Þá er gert ráð fyrir að loka tveimur leikskólaúrræðum á árinu, skógardeild Víðivalla í Kaldárseli og starfsstöð Brekkuhvamms við Hlíðarbraut (Kató). Í heild hefur þá fjórum leikskólaúrræðum verið lokað í Hafnarfirði það sem af er þessu kjörtímabili.
Auknar fjárveitingar til einkarekinna skóla
Engin niðurskurðarkrafa er gerð til Barnaskóla Hjallastefnunnar eða annarra einkarekinna skóla í Hafnarfirði. Þvert á móti er gert ráð fyrir því að bæta við bekkjardeild í grunnskóla Hjallastefnunnar á næsta ári og eru framlög til fyrirtækisins hækkuð um 15 milljónir á næsta ári vegna þess. Framlögin hækkuðu einnig um 27 milljónir á þessu ári vegna fjölgun bekkjardeilda við skólann. Í heild munu framlög bæjarins til grunnskóla Hjallastefnunnar nema um 198 milljónum króna á næsta ári.
Þær upplýsingar sem nú eru komnar fram og sýna hækkun á framlagi til Hjallastefnunnar voru hvergi að finna í þeirri greinargerð sem meirihlutinn kynnti vegna tillögu sinnar til fjárhagsáætlunar næsta árs.
Flokkar:Uncategorized