Leikskólanum Kató lokað: bæjarfulltrúar með óbragð í munni

"Þessum leikskóla átti bara að loka – óháð öllum rökum.“ segir Adda María

„Þessum leikskóla átti bara að loka – óháð öllum rökum.“ segir Adda María

Í gær upplifði ég subbupólitík í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og fullkomna hræsni í málflutningi. Í dag er ég með óbragð í munni.“ segir Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi í harðorðum pistli á Facebook.

Bæjarstjórn hittist í gær til að afgreiða fjárhagsáætlun og stóð fundurinn yfir fram á nótt. Meirihlutinn gerði meðal annars tillögu um að loka leikskólanum Kató við Hlíðarbraut en fulltrúar minnihlutans mótmæltu og lögðu fram málamiðlunartillögu sem fólst í því að draga frekar úr framboði í hverfum sem búa við ofgnótt af leikskólaplássum og án þess að loka starfsstöðvum. Fyrir liggur að skortur er á leikskólaplássum í Suðurbæ en eftir lokun Kató verður aðeins einn starfandi leikskóli i þessu fjögur þúsund manna hverfi og fyrirséð að innan við helmingur barna á leikskólaaldri í hverfinu muni geta fengið þar leikskóladvöl.

Eitthvað annað en sparnaður sem hangir á spítunni
Adda María segir að eftir umræður kvöldsins og næturinnar hafi það orðið ljóst að málið snúist um eitthvað allt annað en sparnað. „Þessum leikskóla átti bara að loka – óháð öllum rökum.“ segir Adda María bætir við „Og tilgangurinn? … Hann á eftir að koma í ljós en ég held að marga renni í grun hvað þar liggur á baki.“

Bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar segir söfnun undirskrifta hluta af pólitískum leik

Bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar segir söfnun undirskrifta hluta af pólitískum leik

Ekki hlustað á foreldra og íbúa
Foreldrar leikskólabarna í Suðurbæ og íbúar í þessum bæjarhluta höfðu ítrekað reynt að ná eyrum meirihlutans vegna málsins og söfnuðu meðal annars undirskriftum þúsund íbúa í hverfinu þar sem áformunum var mótmælt. Þá sendu foreldrar fræðsluráði ítrekað erindi og fulltrúar foreldra mættu til fundar við ráðið og bæjarstjóra til að lýsa sjónarmiðum sínum og áhyggjum af fyrirhuguðum flutningi grunnþjónustu úr hverfinu.

Skynjar pólitískan leik
Í umræðum í bæjarstjórn í gær gagnrýndi Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar þá sem stóðu að baki undirskriftarsöfnuninni og sagði þá þátttakendur í pólitískum leik. Lagði hann til að sérstök skoðun færi fram á stöðu leikskólamála í Suðurbæ og að þörfin fyrir leikskólapláss þar yrði metin. Aðspurður sagðist að hann þó ekki telja ástæðu til að bíða með lokun leikskólans við Hlíðarbraut þar til niðurstöður úr þeirri vinnu lægju fyrir. Eftir fremur snörp orðaskipti dró hann tillögu sína til baka.

Yfir 80 ára sögu brátt lokið
Leikskólinn við Hlíðarbraut sem í daglegu tali er aldrei nefndur annað en Kató á rætur að rekja aftur til ársins 1930 þegar St. Jósefssystur stofnuðu skóla við Suðurgötu. Árið 1938 fluttu systurnar með skólann í nýtt húsnæði en þá strax var skólinn í daglegu tali nefndur Kató og festist það nafn við hann. Þann 1. september 1964 tók til starfa leik- og föndurskóli fyrir börn á aldrinum tveggja til sex ára. Frá árinu 1984 hefur leikskólinn verið starfræktur að Hlíðarbraut 10 í húsnæði sem byggt var sérstaklega fyrir starfsemina. Árið 1996 yfirtók Hafnarfjarðarbær reksturinn og keypti húsið og lóðina. Skólastarfið í Kató einkennist meðal annars af gömlum hefðum sem skapast hafa með árunum og tengja skólann við uppruna sinn. Í morgun mættu krakkarnir á Kató í leikskólann í sínu fínasta pússi, enda stór dagur framundan, hátíðarmatur og jólasveinn hafði boðað komu sína. Það má þó gera ráð fyrir að tilfinningar margra foreldra, starfsfólks og annara velunnarra leikskólans hafi verið blendnar enda útlit fyrir að saga hans taki brátt enda.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: