
Fylgi viðmiðin ekki almennri þróun launa í samfélaginu fækkar þeim sjálfkrafa sem eiga rétt til að njóta afsláttarkjaranna.
Í síðustu fjárhagsáætlun meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks, þ.e. fyrir árið 2015, voru viðmiðin einungis hækkuð um 2,7% þrátt fyrir að laun hafi hækkað um tæplega 6% frá árinu á undan. Nú gerir meirihlutinn tillögu um að viðmiðin hækki um 4,5% á sama tíma og útlit er fyrir að laun muni hækka um rúm 8% frá fyrra ári. Fylgi viðmiðin ekki almennri þróun launa í samfélaginu fækkar þeim sjálfkrafa sem eiga rétt til að njóta afsláttarkjaranna.
Fulltrúar Samfylkingar og VG í bæjarráði lögðu til að viðmiðin yrðu látin fylgja launaþróun og ákvörðun síðasta árs yrði leiðrétt í samræmi við það. Fulltrúar meirihlutans tóku ekki afstöðu til tillögunnar en fólu bæjarstjóra að skoða málið fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun sem fara á fram í næstu viku.
Það vekur athygli að í umsögn Öldungaráðs sem einnig var kynnt á fundinum hafi ekki verið gerð athugasemd við það að viðmiðin skuli vera lækkuð með þessum hætti annað árið í röð.
Flokkar:Uncategorized