Í fréttatilkynningu sem félagasamtökin hafa sent frá sér kemur fram að tilgangur söfnunarinnar sé að safna fé til styrktar fólki sem bundið er við hjólastól til að auðvelda þeim að búa áfram heima hjá sér. Oft þarf að ráðast í kostnaðarsamar breytingar á húsnæði og aðstöðu og er átakinu ætlað að verða grunnur að styrktarsjóði sem styðja myndi við slíkar framkvæmdir.
Seldar verða margnota innkaupatöskur og maíspokar fyrir heimilisrusl.
Samkvæmt aðstandendum söfnunarinnar er með þessu verkefni hægt að styðja gott málefni og huga að umhverfinu um leið.
Fylgjast má með verkefninu á facebook síðu samtakanna Við stólum á þig
Flokkar:Uncategorized