Einkarými minnkuð svo hægt sé að koma nýju hjúkrunarheimili fyrir á Sólvangsreit.

Ef ekki hefði verið hætt við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði væri stefnt að opnun á næstu mánuðum. Óvissa ríkir nú um bæði skipulagslegar og fjárhagslegar forsendur nýs heimilis á Sólvangsreit.

Ef ekki hefði verið hætt við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði væri stefnt að opnun á næstu mánuðum. Óvissa ríkir nú um bæði skipulagslegar og fjárhagslegar forsendur nýs heimilis á Sólvangsreit.

Nýtt hjúkrunarheimili sem átti að byggja samkvæmt fyrirliggjandi teikningum átti að vera alls 4500 fermetrar að stærð á einni hæð. Þá var gert ráð fyrir að einkarými hvers íbúa yrði um 35 fermetrar að meðtöldu baðherbergi. Var það í samræmi við gildandi viðmið velferðarráðuneytisins um aðbúnað á nýjum hjúkrunarheimilum. Samningur bæjarins við ríkið um fjármögnun verkefnisins tók mið af þágildandi viðmiðum.

Fyrir liggur að bygging af þessari stærðargráðu rúmast ekki innan gildandi skipulags á Sólvangssvæðinu. Samkvæmt skipulagi sem samþykkt var árið 2001 er heimilt að byggja á Sólvangsreitnum þriggja hæða hús sem er að hámarki 4000 fermetrar að stærð að meðtöldum kjallara.

Samkvæmt nýjum viðmiðum sem núverandi heilbrigðisráðherra hefur gefið út um hönnun hjúkrunarheimila skal nú byggja minna á hvern íbúa, bæði einkarými og sameiginleg rými. Það þýðir sömuleiðis að ríkið greiðir nú aðeins sem samsvarar kostnaði við byggingu nýrra heimila samkvæmt nýjum lágmarksviðmiðum. Það gildir þó ekki um heimili sem þegar hefur verið samið um, t.d. nýtt heimili á Seltjarnarnesi og hjúkrunarheimili sem byggja átti í Hafnarfirði. Á Seltjarnarnesi hrósar bæjarstjórnin happi með að hafa náð að ganga frá samningi áður en ný viðmið voru gefin út en í Hafnarfirði er annað uppi á teningnum.

Þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi heimilað að þrengt verði að íbúum er erfitt að sjá hvernig hægt verði að koma fyrir nýju hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa innan gildandi skipulags á Sólvangssvæðinu. Nema hugmyndin sé að hafa umtalsverðan hluta sameiginlegs rýmis íbúa og starfsfólks í kjallara.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: