Engin umræða hefur farið um það í bæjarstjórn hvort ráðast eigi í verkefnið. Í svari Helgu Ingólfsdóttur formanns umhverfis og framkvæmdaráðs kom fram að ekki lægi fyrir samþykkt umhverfis- og framkvæmdaráðs í málinu né endanleg kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna. Samkvæmt drögum að fjárhagsáætlun er samt gert ráð fyrir að verja 350 miljónum króna til verkefnisins á næstu 3-4 árum. Miðað við kostnað við byggingu sambærilegra mannvirkja má hins vegar gera ráð fyrir að endanlegur heildarkostnaður Hafnarfjarðarbæjar við framkvæmdina verði á bilinu 6-800 milljónir króna. Hafnarfjarðarbær mun verða eigandi húnsæðisins og bera af því allan rekstrarkostnað.
Þá er gert ráð fyrir sérstakri 40 milljóna króna aukafjárveitingu vegna nýs gervisgrass á Ásvöllum en kostnaðaráætlun vegna verkefnisins sem kynnt var fyrir um ári síðan hljóðaði upp á 65 milljónir króna. Endanlegur kostnaður við lagningu nýs gervigrass á Ásvöllum er því nú áætlaður 105 milljónir króna eða 61% umfram kostnaðaráætlun. Í nýrri framkvæmdaáætlun er einnig áætlað að veita 140 milljónum króna til endurnýjunar gervigrass í Kaplakrika.
Flokkar:Uncategorized