62% hækkun á heimsendum mat til aldraðra

Í tillögu meirihlutans er gert ráð fyrir 62% hækkun á heimsendum mat.

Í tillögu meirihlutans er gert ráð fyrir 62% hækkun á heimsendum mat.

Í tillögu meirihluta Bjartar framtíðar og Sjálfstæðisflokks vegna fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir ýmsum gjaldskrárhækkunum, meðal annars í hækkun á heimsendum mat fyrir aldraða bæjarbúa. Þjónustan er misdýr eftir sveitarfélögum en Kópavogur hefur skorið sig úr meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hvað hátt verð snertir. Samkvæmt fyrrnefndri tillögu er gert ráð fyrir að verð á þjónustunni hækki um 62% á milli ára í Hafnarfirði.

Fulltrúar Samfylkingar og VG bókuðu á fundi fjölskylduráðs í morgun að fara þyrfti varlega í allar gjaldskrárhækkanir hjá fjölskylduþjónustu og benda á að verði tillagan samþykkt muni það þýða að heimsendur matur verður hvergi dýrari á höfuðborgarsvæðinu en í Hafnarfirði.

Í svari fulltrúa meirihlutans við bókuninni kemur fram að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir í málinu. Umræða um tillöguna og viðbrögð íbúa verði hins vegar höfð til hliðsjónar við endanlega afgreiðslu fjárhagsáætlunar í næstu viku.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: