Segja meirihlutann ekki koma hreint fram
Í bókun minnihlutans segir að almenningur eigi að geta treyst því að upplýsingagjöf opinberra aðila byggi á hlutlausum og faglegum forsendum en ekki flokkspólitískum hagsmunum þeirra sem eru við völd á hverjum tíma. Telja þeir að meirihlutinn eigi að koma hreint fram í málinu ef vilji þeirra stendur til þess að ráða póltískan aðstoðarmann við hlið bæjarstjóra.

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar segir það ekki einkamál bæjarstjóra eða meirihlutaflokkanna hvernig staðið er að upplýsingagjöf til almennings
Á fundi bæjarstjórnar í vikunni sagði Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar það ekki vera einkamál bæjarstjóra eða meirihlutaflokkanna hvernig staðið væri að upplýsingagjöf til almennings. Spurðu bæjarfulltrúar minnihlutans bæjarstjóra beint út í málið og ítrekuðu óskir sínar um að hann rökstyddi þá ákvörðun að leggja af starf upplýsingafulltrúa. Bæjarstjóri neitaði að svara öllum spurningum um málið.
Flokkar:Uncategorized