Stelpur rokka í Bæjarbíói

ylja_dukkulBæjarbíó fagnar því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Af því tilefni verður boðið upp á m.a tónleika með hljómsveitunum Dúkkulísum og Ylju í kvöld laugardaginn 26. sept kl 21:00. Húsið opnar kl. 20:00. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tónleikana á Facebook.

Ylja var stofnuð árið 2008 af tónlistarkonunum Guðnýju Gígju Skjaldardóttur og Bjartey Sveinsdóttur. Fyrsta plata hljómsveitarinnar kom út árið 2012 en árið 2014 kom út platan Commotion sem hefur fengið mikið lof tónlistarunnenda.

Dúkkulísurnar eru ein fyrsta hljómsveit landsins sem eingöngu er skipuð konum. Hljómsveitin var stofnuð fyrir 33 árum síðan og er enn starfandi af fullum krafti. Hljómsveitin hefur alla tíð lagt áherslu á eigið efni og hefur án efa verið fjölmörgum íslenskum tónlistarkonum fyrirmynd og hvatning. Nýlega kom út heimildarmynd um hljómsveitina sem sýnd var í tilefni af 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna.

Hljómsveitin Ylja spilar lagið Commotion af samnefndri plötu í þættinum Stúdíó A á RúvFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: