Finnskur skjálfti í Hafnarfirði

Veli-Pekka Bäckman er tónlistarmaður og myndlistarmaður frá Finnlandi

Veli-Pekka Bäckman er tónlistarmaður og myndlistarmaður frá Finnlandi

Veli-Pekka Bäckman er tónlistarmaður og myndlistarmaður frá Finnlandi en hann opnar myndlistarsýningu sína ,,June Vibrations“ í Gallerí S43, Strandgötu 43 í kvöld, þriðjudaginn 25. ágúst kl:20:00. Bærinn okkar fór á stúfana og ræddi við Veli sem ætlar að syngja við opnunina.

Segðu okkur frá myndunum þínum?
Ég byrjaði ferilinn sem tónlistarmaður. Þegar ég sem tónlist sé ég fyrir mér myndir og bý til minningu, minningu sem ég get vakið upp seinna þegar ég spila lagið aftur. Seinna fór ég síðan að mála þessar myndir, sem ég sá fyrir mér, og vinna þær í grafík. Ég lærði myndhöggvun og hef verið að þróa minn stíl. Fyrir mér er tónlistin og myndlistin órjúfanleg heild.

Skissurnar af grafíkinni sem ég verð með til sýnis þessa vikuna voru teiknaðar sumarið 1993 en síðan kláraði ég þær nú í sumar. Ég samdi einnig mörg lög upp úr myndunum. Þannig hefur tónlistin áhrif á myndlistina og svo öfugt.

Ég er hrifinn af einföldum myndum og einföldum formum. Mér finnst gaman að teikna og mála hluti sem hafa fengið mig til að sjá fegurðina frá öðru sjónarhorni. Þegar ég teikna byggingar þá reyni ég t.d að finna það sjónarhorn á bygginguna sem er áhugaverðast en ekki augljósast.

Af hverju að halda sýningu í Hafnarfirði?
Ég fékk þá hugmynd að halda sýninguna hér í Hafnarfirði vegna þess að hafnfirsk vinkona mín Hildur Kristín sem hefur búið í Finnlandi hefur stutt mig mikið í þessu verkefni í sumar. Við höfum unnið lengi saman og erum til dæmis núna að semja söngleik á íslensku. Á opnuninni í kvöld ætlum við meðal annars líka að syngja saman eitthvað af lögunum mínum.

Nafnið á sýningunni er June vibrations eða Júní skálfti, í hvað ertu að vísa hér?
Þessar myndir túlka tilfinningar mínar til fyrstu sumar daganna, en fyrir okkur Finna og Íslendinga sem upplifum langa og harða vetur skiptir sumarið svo miklu máli til að endurnæra sálina. Ég vona að þessi verk fylli fólk að anda sumarsins, áður en við höldum inn í veturinn. Þá veit ég að ég hef náð mínu markmiði. Svo langar mig bara að segja að það eru allir hjartanlega velkomnir og ég vonast til að sjá sem flesta.

Sýningatímar:
25.08.2015 kl: 20:00 – 22:00
29.08.2015 kl: 11:00 – 16:00
30.08.2015 kl: 11:00 – 16:00
01:09.2015 kl: 15:00 – 18:00Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: