Rósa endurbirti greinina á facebooksíðu sinni í gær og tóku pólitískir samherjar hennar margir undir með henni. Þar á meðal var Guðlaug Kristjánsdóttir oddviti Bjartrar framtíðar. Nokkrir létu ekki nægja að splæsa læki á greinina og skildu eftir fagnaðaorð. Mesta athygli vakti þó stuðningsyfirlýsing Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem lýsti sérstakri ánægju sinni og tilkynnti að hann teldi Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði vera að „standa sig afburðavel“. Margir splæstu líka læki á þau orð prófessorsins.
Það er ekki á hverjum degi sem dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson blandar sér í umræðuna um bæjarmálin í Hafnarfirði. Fyrir þá sem þekkja til tengsla í íslenskum stjórnmálum kemur þessi stuðningsyfirlýsing þó eflaust lítið á óvart. Rósa og Hannes hafa lengi verið samherjar og vinir. Leiðir þeirra hafa sömuleiðis legið saman á öðrum sviðum en í pólitíkinni en samkvæmt frétt sem birtist á Vísi.is og fleiri fjölmiðlum árið 2012 á hann helmingshlut í bókaútgáfunni sem Rósa starfar hjá. Samkvæmt sömu frétt eru aðrir hluthafar útgáfunnar einnig þjóðkunnir, þeir Baldur Guðlaugsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóri Kaupþing Singer&Friedlander.
Flokkar:Uncategorized