Hannes Hólmsteinn ánægður með meirihlutann

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er ánægður með meirihlutann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er ánægður með meirihlutann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs hefur staðið í ströngu undanfarið við að réttlæta launahækkun bæjarstjórans. Í grein sem hún ritaði í Fjarðarpóstinn sem kom út í gær þvertekur hún reyndar fyrir að launin hafi hækkað og segir umræðuna um málið vera til marks um illkvittni minnihlutans og aðför að persónu bæjarstjórans. Þó liggja fyrir opinberar upplýsingar sem sýna svart á hvítu að laun vegna embættisins hafi í reynd hækkað um tæplega 28% á einu ári.

rosa_HHG - CopyRósa endurbirti greinina á facebooksíðu sinni í gær og tóku pólitískir samherjar hennar margir undir með henni. Þar á meðal var Guðlaug Kristjánsdóttir oddviti Bjartrar framtíðar. Nokkrir létu ekki nægja að splæsa læki á greinina og skildu eftir fagnaðaorð. Mesta athygli vakti þó stuðningsyfirlýsing Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem lýsti sérstakri ánægju sinni og tilkynnti að hann teldi Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði vera að „standa sig afburðavel“. Margir splæstu líka læki á þau orð prófessorsins.

Það er ekki á hverjum degi sem dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson blandar sér í umræðuna um bæjarmálin í Hafnarfirði. Fyrir þá sem þekkja til tengsla í íslenskum stjórnmálum kemur þessi stuðningsyfirlýsing þó eflaust lítið á óvart. Rósa og Hannes hafa lengi verið samherjar og vinir. Leiðir þeirra hafa sömuleiðis legið saman á öðrum sviðum en í pólitíkinni en samkvæmt frétt sem birtist á Vísi.is og fleiri fjölmiðlum árið 2012 á hann helmingshlut í bókaútgáfunni sem Rósa starfar hjá. Samkvæmt sömu frétt eru aðrir hluthafar útgáfunnar einnig þjóðkunnir, þeir Baldur Guðlaugsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóri Kaupþing Singer&Friedlander.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: