Gangstéttir verða listaverk

Verk eftir listamanninn Pétur Gaut, staðsettt á gangstétt framan við Bókasafn Hafnarfjarðar

Verk eftir listamanninn Pétur Gaut, staðsettt á gangstétt framan við Bókasafn Hafnarfjarðar

Hluti af listahátíðinni POPART2015 er myndlistarsýning á Strandgötunni. Þar leiða saman hesta sína nokkrir hafnfirskir listamenn og eru öll verkin búin til sérstaklega fyrir sýninguna og máluð á gangstéttar víða um miðbæinn.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hluta sýningarinnar, m.a. verk eftir Pétur Gaut, Ólöfu Björgu og Kristberg Ó. Pétursson.

Auk myndlistar verður fjölbreytt dagskrá tónlistar, leiklistar og danslistar á hátíðinni sem hefst á morgun fimmtudaginn 13. ágúst og lýkur laugardaginn 15. ágúst.

Myndirnar eru fengnar að láni af Facebook síðu POPART 2015Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: