POPART 2015 hefst á fimmtudag

Menningar og listafélag Hafnarfjarðar stendur fyrir listahátíðinni POPART 2015 dagana 13.-15. ágúst nk.

Hópur hafnfirskra listamanna stendur fyrir listahátíðinni POPART 2015 dagana 13.-15. ágúst nk.

Hópur hafnfirskra listamanna stendur fyrir listahátíðinni POPART 2015 dagana 13.-15. ágúst nk. Á hátíðinni verður meðal annars boðið uppá tónlist, leiklist, myndlist og matarlist.

Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á Facebook-viðburði sem stofnaður hefur verið í tengslum við hana.

Þar má meðal annars finna spunaprógram Bryndísar Ásmunds Og Eyvindar Karlssonar, tónleika Andreu Gylfadóttur og Bíóbandsins, standup með Pétri Jóhanni, salskennslu og sýningu á evrópskum sportbílum. Viðburðirnir fara fram í Bæjarbíói, á Thorsplani og víðar um bæinn.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: