Það merkilega í þessu máli er að engin ákvörðun hefur verið tekin um að hætta innritun barna í þennan leikskóla, hvorki í fræðsluráði né í bæjarstjórn og engin tillaga þess efnis verið flutt. Töluverðar umræður voru um málið í bæjarstjórn sl. vor og spurðu fulltrúar minnihlutans bæjarstjóra ítrekað hvort í undirbúningi væru breytingar á rekstri leikskólans en fengu engin skýr svör.
Foreldrar leikskólabarna í Kató og íbúar í hverfinu sendu bæjaryfirvöldum einnig harðort bréf og undirskriftarlista í apríl sl. og kröfðust svara. Erindið var lagt fram í fræðsluráði þann 5. maí sl. Nú þremur mánuðum síðar er erindinu enn ósvarað.
Niðurstaðan er sú að foreldrar í hverfinu þurfa að sætta sig við að senda börn sín í aðra leikskóla, þrátt fyrir að næg pláss séu í þeim sem er staðsettur í þeirra hverfi. Og þrátt fyrir að enginn vilji kannast við að hafa tekið ákvörðun um að hætta að innrita þar börn.
Flokkar:Uncategorized