Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi og varaþingmaður Samfylkingarinnar var í spjalli í þættinum Samfélagið á Rás 1. Þar svaraði hún spurningunni: „hvernig bætum við samfélagið okkar?“
Margrét Gauja telur valdeflingu ungs fólks eina af lykilforsendum þess að hægt sé að byggja betra samfélag, að raddir ungs fólks fái að heyrast og ungu fólki verði veitt tækifæri til að koma að mikilvægum ákvörðunum.