Í ruslflokk á sviði æskulýðsmála

Árni Guðmundsson aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrverandi yfirmaður æskulýðs- og tómstundamála hjá Hafnarfjarðarbæ er harðorður í garð stjórnvalda í bænum og segir boðaðar breytingar illa ígrundaðar og til marks um fúskvæðingu málaflokksins.

Árni Guðmundsson aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrverandi yfirmaður æskulýðs- og tómstundamála hjá Hafnarfjarðarbæ er harðorður í garð stjórnvalda í bænum og segir boðaðar breytingar illa ígrundaðar og til marks um fúskvæðingu málaflokksins.

Árni Guðmundsson aðjúnkt við menntavísindavið Háskóla Íslands og fyrrverandi yfirmaður æskulýðs- og tómstundamála hjá Hafnarfjarðarbæ gagnrýnir harðlega þær breytingar sem meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hefur ráðist í á sviði æskulýðsmála og segir þær til merkis um fúskvæðingu málaflokksins.

Í grein sem birtist í Fjarðarpóstinum og á netinu bendir Árni á það sé rangnefni að tala um tillögur í þessu samhengi, enda hafi ákvarðanir um breytingar í æskulýðshluta bæjarfélagsins verið samþykktar einni og hálfri klukkustund eftir tillögurnar hafi verið gerðar opinberar almenningi, án þess að nokkur umræða hafi farið fram um þær eða samráð hafi verið haft við fagfólk á þessu sviði, Ungmennaráð eða bæjarbúa almennt.

Árni er harðorður í garð stjórnenda bæjarins og segir vinnubrögðin í kringum breytingarnar og framkomu í garð starfsmanna ekki til eftirbreytni.

„Þessi atburðarrás er sennilega einsdæmi og svo sannarlega ekki til eftirbreytni endu ku alsiða að kynna mál ítarlega með góðum fyrirvara auk þess sem slíkar grundvallarbreytingar kalla á tvær umræður í bæjarstjórn. Starfsmannapólitíkin er svo auðvitað kapítuli út af fyrir sig.Textinn um æskulýðsmál er afar rýr en aðleiðingar miklar, niðurskurður og uppsagnir.“

Ekki björt framtíð á sviði æskulýðsmála
Árni segir það leitt að þurfa að horfa upp á það sem hann kallar fúskvæðingu málaflokksinsog afturhvarf um ca. 35 ár. Hann spyr meðal annars hvaða sérfræðingar á umræddu sviði hafi komið að rekstrarúttektinni, hvar hægt sé að finna faglegan rökstuðning fyrir breytingunum, og hvort rétt sé að láta agastjórnunarkerfi skólanna marka alla tilveru barna og ungmenna í Hafnarfirði? Hann kallar eftir svörum frá Guðlaugu Kristjánsdóttur forseta bæjarstjórnar og Rósu Guðbjartsdóttur formanni bæjarráðs við þessum spurningum og mörgum fleiri sem fram koma í greininni.

„Það þarf vart að fjölyrða meira um þessar tillögur, samþykkt þeirra veldur því að það virðist engu líkara en að það sé einlægur ásetningur bæjaryfirvalda að koma sér hratt og örugglega í ruslflokk á sviði æskulýðsmála – hér er um að ræða fúsk sem hvorki vel menntað og vandað starfsfólk í málflokknum og æska bæjarins á skilið. Er björt framtíð í æskulýðsmálum í Hafnarfirði? Nei því miður, hér hefur svo sannarlega,illu heilli, myndast verulegt rými til framfara.“ Segir Árni að lokum.

Greinina er hægt að nálgast í heild sinni hér.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: