Ótímabundið sumarleyfi bæjarstjórnar

Ekki liggur fyrir hvenær bæjarstjórn fundar næst

Ekki liggur fyrir hvenær bæjarstjórn fundar næst

Á bæjarstjórnarfundi sem haldin var í dag lagði Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði til að bæjarstjórn yrði send í sumarleyfi frá og með deginum í dag og til loka ágústmánaðar. Í tillögunni kom einnig fram að bæjarráð tæki við hlutverki bæjarstjórnar þann tíma sem sumarleyfið stæði yfir.

Fulltrúar minnihlutans gerðu athugasemd við tillöguna og bentu á að svigrúm bæjarstjórnar til að samþykkja svo langt sumarleyfi væri ekki til staðar í gildandi samþykktum sveitarfélagsins. Þá töldu þeir óeðlilegt og á skjön við gildandi hefð að í tillögunni kæmi ekkert fram um hvenær fyrsti fundur bæjarstjórnar að loknu sumarleyfi skyldi haldinn.

Í umræðum um tillöguna kom meðal annars fram að niðurstöður óháðrar rekstrarúttektar sem bæjarstjórn samþykkti sl. haust hefðu ekki enn litið dagsins ljós. Samkvæmt samþykktri verkáætlun var hins vegar gert ráð fyrir að niðurstöðurnar yrðu kynntar í febrúar sl. Var meðal annars spurt í bæjarstjórninni hvort von væri á niðurstöðunum á næstunni og hvort það væri þá forsvaranlegt að senda bæjarstjórn í sumarleyfi við slíkar aðstæður. Engin svör komu frá meirihlutanum við þeim spurningum.

Eftir töluverðar umræður var tillagan samþykkt með sjö atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: