Nú skal skrattann mála

Fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru greinilega tilbúnir að leggja ýmislegt á sig í þeim tilgangi að réttlæta niðurskurð í rekstri bæjarins.

Fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru greinilega tilbúnir að leggja ýmislegt á sig í þeim tilgangi að réttlæta niðurskurð í rekstri bæjarins.

Fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru greinilega tilbúnir að leggja ýmislegt á sig í þeim tilgangi að réttlæta niðurskurð í rekstri bæjarins.

Nýjasta og jafnramt eitt frumlegasta útspilið er þó líklega heimsókn frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga á fund bæjarráðs í morgun. Af fundargerð ráðsins að dæma má draga þá ályktun að eftirlitsnefndin hafi sjálf óskað eftir því að mæta til fundarins en samkvæmt því sem fram kemur í bókun minnihlutans kom þvert á móti engin slík ósk frá nefndinni. Af gögnum málsins að dæma er líka erfitt að sjá hvert tilefni þess að fá fulltrúa nefndarinnar á fund bæjarráðs hafi verið. Nema þá ef vera skyldi í pólitískum tilgangi.

Furða sig á uppákomunni
Í bókum minnihlutans kemur fram að þeir furði sig á uppákomunni og spyrja um leið hvernig hún geti þjónað hagsmunum sveitarfélagsins. Þá segir að í erindi eftirlitsnefndarinnar sem kynnt hafi verið á fundinum komi fram að ekki fáist annað séð en að gildandi aðlögunaráætlun frá árinu 2012 muni standast, skuldaviðmið verði undir 150% fyrir árið 2019 og jafnvægisregla verði uppfyllt. Miðað við að skuldaviðmiðið var komið niður í 176% í árslok 2014 megi gera ráð fyrir að markmiðinu verði náð töluvert fyrr en áætlunin gerir ráð fyrir.

Fulltrúar minnihlutans segja það hjóti að vera einsdæmi að forystufólk í sveitarstjórn leggi svo mikið á sig til að draga upp dökka mynd af stöðu eigin sveitarfélags, augljóslega í þeim eina tilgangi að réttlæta pólitískar niðurskurðaraðgerðir sínar. Vísa þeir þar til yfirstandi rekstrarúttektar og ítrekaðra yfirlýsinga fulltrúa meirihlutans um margháttaðar breytingar í rekstri bæjarins á næstu misserum.

<

Hvert er hlutverk Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga?
Hlutverk eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjárstjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga.

Með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi í janúar 2012 voru lögfestar fjármálareglur og viðmið sem sveitarfélögum ber að fylgja. Verkefni nefndarinnar hefur markast af breyttum lögum og miðað að því að tryggja að íslensk sveitarfélög uppfylli skilyrði þeirra og reglugerðar nr. 502/2012 um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

Hvað er aðlögunaráætlun?
Sveitarfélögum sem ekki stóðust fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga var gert að gera aðlögunaráætlun um hvernig nýjum viðmiðum yrði náð. Af þeim 74 sveitarfélögum sem eru á Íslandi þurftu 39 sveitarfélög að gera slíka áætlun og höfðu allt að 10 ár, frá 1. janúar 2013 að telja, til að ná settum markmiðum. Hafnarfjörður var eitt þessara 39 sveitarfélaga.

Samkvæmt gildandi aðlögunaráætlun sem samþykkt var árið 2012 er gert ráð fyrir að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar verði komið undir sett mörk eigi síðar en í árslok 2019. Árið 2012 var skuldaviðmið bæjarins 221% en var komið niður í 176% í árslok 2014. Miðað við það má gera ráð fyrir að settu marki verði náð töluvert fyrr en gildandi aðlögunaráætlun gerir ráð fyrir.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: