Óbreyttur inntökualdur í leikskóla næsta haust

Fræðsluráð samþykkti í morgun að hækka ekki inntökualdur í leikskóla næsta haust eins og meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafði áður boðað.

Fræðsluráð samþykkti í morgun að hækka ekki inntökualdur í leikskóla næsta haust eins og meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafði áður boðað.

Fræðsluráð samþykkti í morgun að hækka ekki inntökualdur í leikskóla næsta haust eins og meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafði áður boðað við samþykkt fjárhagsáætlunar í desember sl.

Síðustu ár hefur verið miðað við að börn eigi rétt á leikskólaplássi það ár sem þau verða tveggja ára en öllum plássum hefur þó verið úthlutað. Raunverulegur inntökualdur hefur því verið lægri, sbr. síðasta haust þegar börnum fædd í janúar og febrúar 2013 voru boðin leikskólapláss. Ákvörðun fræðsluráðs nú þýðir að sú framkvæmd helst óbreytt í ár.

Svigrúmið ekki nýtt til lækkunar innstökualdurs
Fulltrúar minnihlutans í fræðsluráði fögnuðu því að að meirihlutinn hafi ákveðið að falla frá hugmyndum sínum um hækkun inntökualdurs leikskólabarna og ítrekuðu fyrri tillögur sínar um að það svigrúm sem skapast vegna minni árganga verði nýtt til þess að gera raunverulega lækkun á inntökualdri leikskólabarna á þessu ári. Lögðu fulltrúar minnihlutans til að öll börn fædd í janúar-apríl 2014 fengju úthlutað leikskólaplássi frá ágúst 2015 og um leið yrði horfið frá áætlunum og fyrri ákvörðunum um lokun starfsstöðva og deilda.

Fulltrúar meirihlutans í fræðsluráði tóku ekki afstöðu til tillagna minnihlutans en vísuðu eigin tillögu um óbreytt fyrirkomulag til bæjarstjórnar.

Fundargerð fræðsluráðsFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: