Í álitinu segir að ráðagerðir mennta- og menningamálaráðherra um breytingar á starfsemi Iðnskólans í Hafnarfirði jafngildi niðurlagningu skólans og að slík ákvörðun sé háð samþykki Alþingis.
Lögfræðiálitið varð tilefni umræðna á Alþingi í dag þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir sérstakri umræðu um málið. Er sú umræða fyrirhuguð á morgun.
Gengið framhjá Hafnarfjarðarbæ og Alþingi
Í lögfræðiálitinu er jafnframt tekið undir það sjónarmið að í ákvörðun ráðherra felist slíkar forsendubreytingar m.t.t. til núverandi rekstrarfyrirkomulags, að ekki sé heldur útilokað að ráðstöfunin sé háð samþykki Hafnafjarðarbæjar.
Þrátt fyrir að ráðherra hafi nú þegar kynnt ákvörðunina hefur málið hvorki verið borið undir bæjarstjórn Hafnarfjarðar né Alþingi.
Flokkar:Uncategorized