Iðnskólinn: tvískinnungur meirihlutaflokkanna

Fulltrúi meirihlutaflokkanna í skólanefnd iðnskólans átti sæti í vinnuhópi ráðherra sem fékk það verkefni að undirbúa sameiningu skólanna. Mynd: Idnskolinn.is

Fulltrúi meirihlutaflokkanna í skólanefnd iðnskólans átti sæti í vinnuhópi ráðherra sem fékk það verkefni að undirbúa sameiningu skólanna.
Mynd: Idnskolinn.is

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn segir tvískinnungs gæta í málflutningi meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn í málefnum Iðnskólans.

Þvert á það sem skilja má af yfirlýsingu þeirra nú hafi ekki reynst vilji til þess að álykta skýrt gegn niðurlagningu skólans þegar minnihlutinn fór fram á það og krafðist þess að málið yrði tekið á dagskrá bæjarstjórnar fyrr í þessum mánuði.

Gunnar Axel segir það vissulega jákvætt að loksins hafi tekist samstaða um nokkuð afdráttarlausa ályktun á fundi bæjarstjórnar í gær en það hafi hins vegar ekki verið raunin fyrir hálfum mánuði þegar minnihlutinn lagði til að bærinn léti til sín taka í málinu. Hann segist hafa lagt það til formlega við oddvita Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að bæjarstjórn tæki undir ályktun starfsmanna skólans en ekki hafi reynst vilji til þess hjá meirihlutaflokkunum í aðdraganda bæjarstjórnarfundar þann 15. apríl sl.

Fulltrúi meirihlutaflokkanna í skólanefnd iðnskólans átti sæti í vinnuhópi ráðherra sem fékk það verkefni að undirbúa sameiningu skólanna. Í skýrslu hópsins sem skilað var 21. apríl sl. er lagt til að Tækniskólinn ehf. taki fyrir öll verkefni Iðnskólans í Hafnarfirði.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: