Húsaleigubætur helmingi lægri í Garðabæ

Munurinn á milli hæstu og lægstu bóta er 98%, þar sem Garðabær greiðir rúmar 37 þúsund krónur en Reykjavík 74 þúsund krónur. Hafnarfjarðarbær greiðir 71.700 krónur.

Munurinn á milli hæstu og lægstu bóta er 98%, þar sem Garðabær greiðir rúmar 37 þúsund krónur en Reykjavík 74 þúsund krónur. Hafnarfjarðarbær greiðir 71.700 krónur.

Í samantekt sem lögð var fram í fjölskylduráði Hafnarfjarðarbæjar í síðustu viku og finna má á vef bæjarins kemur fram gríðarlegur munur á greiddum húsaleigubótum á höfuðborgarsvæðinu.

Munurinn virðist mestur hjá tekjulægstu heimilunum sem eiga rétt til greiðslu sérstakra húsaleigubóta til viðbótar við þær almennu.

Sérstaka athygli vekur að Hafnarfjarðarbær og Reykjavíkurborg greiða töluvert mikið hærri húsaleigubætur en nágrannasveitarfélögin Kópavogur og Garðabær sem rekur lestina í þeim efnum og greiður nærri helmingi lægri bætur en Reykjavík og Hafnarfjörður.

Hér má sjá dæmi sem fram kemur í samantektinni:

Í dæminu er miðað við einstætt foreldri með tvö börn sem greiðir 143 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu.

Árstekjur kr. 3.614.262. Fjöldi fullorðna 1. Fjöldi barna 2. Húsaleiga kr. 143.000

Munurinn á milli hæstu og lægstu bóta er 98% í þessu tilviki, þar sem Garðabær greiðir rúmar 37 þúsund krónur en Reykjavík 74 þúsund krónur.

husa_22

Mikill munur milli Hafnarfjarðar og Kópavogs
Á síðasta ári greiddi Kópavogsbær rúmar 64 milljónir króna í sérstakar húsaleigubætur en Hafnarfjarðarbær tæplega 136 milljónir. Fjöldi íbúa í Hafnarfirði 27.875 en fjöldi íbúa í Kópavogi er 33.205. Reiknað á hvern íbúa greiddi Hafnarfjarðarbær því 4.871 krónur í sérstakar húsaleigubætur á hvern íbúa á árinu 2014, samanborið við 1.932 krónur í Kópavogi. Ekki kemur fram hverjar sambærilegar tölur eru fyrir Reykjavík og Garðabæ.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: