Nettasti bærinn á höfuðborgarsvæðinu

dr. gunni gerir Heimahátíðina að umtalsefni í nýjasta pistli sínum

dr. gunni gerir Heimahátíðina að umtalsefni í nýjasta pistli sínum

Heima-hátíðin er um það bil að bresta á. Hún hefst kl. 19:15 í kvöld og stendur yfir fram eftir kvöldi.

Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en forsprakkar hennar eru meðlimir í Menningar- og listafélagi Hafnarfjarðar með Kristinn Sæmundsson, Ólaf Pál Gunnarsson, Tómas Ragnarsson ofl. í fararbroddi.

Dr. Gunni gerir heimahátíðina að umtalsefni í nýjasta pistli sínum á Eyjunni. Hefst hann á þessum fleygu orðum: „Eins og allir vita er Hafnarfjörður nettasti bærinn á höfuðborgarsvæðinu.“ Bærinn okkar tekur heilshugar undir þessa yfirlýsingu doktorsins og staðfestir ennfremur að hún á við rök að styðjast.

Á Heimahátíðinni verður boðið uppá 13 tónlistaratriði í heimahúsum víðsvegar um miðbæjarsvæðið.

Miðasala er víst enn í gangi en armbönd verða afhend í Bæjarbíói í dag kl 16.

Þeir sem munu troða upp á hátíðinni eru:
Eivör Pálsdóttir ásamt hljómsveit
KK
Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt leynigesti (Jónas Sig)
Berndsen
Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson
Dimma
Herbert Guðmundsson og Hjörtur Howser
Langi Seli og Skuggarnir
Jón Jónsson og Friðrik Dór
Margrét Eir og Thin Jim
Emmsjé Gauti & Agent Fresco
Ragga Gísla & Helgi Svavar
Þórunn Antonía og Bjarni (Mínus)

Miðasala er á Midi.is og dagskráin á FacebookFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: