Leikskólar: foreldrar mótmæla

Í harðorði bókun fulltrúa foreldra leikskólabarna segir að ekki sé hægt að líta á breytingarnar öðruvísi en sem skerðingu á grunnþjónustunnar

Í harðorði bókun fulltrúa foreldra leikskólabarna segir að ekki sé hægt að líta á breytingarnar öðruvísi en sem skerðingu á grunnþjónustunnar

Fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar hittist á reglulegum fundi í morgun og voru málefni leikskólabarna á dagskránni. Í bókun fulltrúa foreldra leikskólabarna er það fordæmt að litið sé á fækkun barna á leikskólaaldri sem sérstakt vandamál hjá Hafnarfjarðarbæ, öfugt við nágrannasveitarfélögin sem nýti tækifærið til að taka inn yngri börn. Skorað er á meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að hverfa frá stefnu sinni í málaflokknum og fyrirhugaðri skerðingu grunnþjónustunnar.

Bent á að leita eftir þjónustu í öðrum sveitarfélögum
Foreldrar ungra barna sem leitað hafa til bæjarins eftir upplýsingum um laus pláss hjá dagforeldrum hefur samkvæmt því sem fram kemur í bókuninni verið bent á að leita út fyrir bæjarmörkin eftir þeirri þjónustu, enda ekki nægjanlega mörg pláss hjá starfandi dagforeldrum í bænum til að anna þeim aukna fjölda sem þangað mun sækja vegna breytinganna.

Tæplega þriggja ára börn hjá dagforeldrum
Í bókunni er einnig velt upp þeirri spurningu hvort börn allt að 31 mánaða gömul eigi í raun erindi hjá dagforeldrum og hvort börn á þeim aldri hafi ekki þörf fyrir það þroskaörvandi umhverfi sem leikskólinn er.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: